Bullandi sjóbirtingsveiði í Eldvatnsbotnum!

Sjóbirtingurinn er mættur í Eldvatnsbotnana, en það er lítið og skemmtilegt tveggja stanga sjóbirtingsvæði í Skaftafellssýslu á góðu verði með notarlegu veiðihúsi.

Félagarnir Elías Pétur og Halli í Villimönnum eru nú við veiðar og eins og þeir orða það þá er bara mok! Uppistaðan í veiðinni eru sjóbirtingar 45-55 sm auk stærri fiska. Elías Pétur missti rétt í þessu rígvænan fisk sem hefur væntanlega verið milli 70 og 80 sm. Við hvetjum þá sem eru á Snapchat að fylgast með veiðiblogginu þeirra undir nafninu VILLIMENN.

Við vekjum einnig athygli á því að það eru laus leyfi þar á næstunni, t.d. 26-28. ágúst. Gott er að skoða laus leyfi hér.

Hér er Elías Pétur með einn birting sem hann veiddi fyrr í dag á þessa sérkennilegu þurrflugu sem kallast Chernobyl Ant. Einnig hafa þeir verið að fá fiska á Squirmy Worm.

Veislan er s.s. byrjuð í Eldvatnsbotnum!

By admin Fréttir