Góður gangur er í Elliðaánum og síðasta sólarhringinn hafa 109 fiskar farið í gegnum teljarann, heildartalan er 455 og verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu dögum. Hægt er að skoða tölurnar og myndbönd af þeim fiskum sem ganga í gegnum hann á hér.
Eins og má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni eru þeir á fleiri hæðum í teljaranum. Við eigum frábær veiðileyfi í Elliðaánum og má nálgast þau hér