Breytingar á fæðisgjaldi í Langá

Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að byrja fyrr með ódýrara fæðið í Langá fyrir sumarið. Nú mun ódýra fæðið taka gildi frá 21. ágúst og verður það þá 17.900 kr. á mann á dag. Enn eru lausar stangir í því holli, 21. – 23. ágúst og er verð á dagsstöng 74.900 kr.

Hægt er að kaupa leyfi í vefsölunni hér: https://www.svfr.is/verslun/langa-21-23-agust/?_sft_product_cat=lang

Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]

Þessi tími er vinsæll í Langá og aðeins er laus 1 stöng í hollinu á undan og 1 stöng í hollinu 25. – 27. ágúst.

By admin Fréttir