Breytingar á skrifstofu

Nýverið var tekin sú ákvörðun að fækka starfsfólki á skrifstofu SVFR yfir veturinn. Ákveðið var, frá og með 1. október og fram á næsta vor, að einungis væru tveir starfsmenn í vinnu á skrifstofunni dags daglega.

Að sama skapi var tekin sú ákvörðun að stytta símatíma á skrifstofunni en í vetur verður opið fyrir símann frá kl. 12:00 – 16:00 alla virka daga. Skrifstofan verður áfram opin frá 8:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 12:00 – 16:00 á föstudögum.

Við bendum á að hægt er að hafa samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á [email protected] eða senda skilaboð í gegnum Facebook síðu SVFR.

By admin Fréttir