Bingó í Bíldsfelli
Við heyrðum í Stefáni Kristjánssyni og Tómasi Lorange sem eru við veiðar í Bíldsfelli og eru þeir félagar að gera feiknarlega góða veiði! Þeir voru komnir með 7 laxa á land og voru búnir að vera varir við fleiri.
Gaman er að minnast á að þeir eru að taka fiskana á heldur litlar flugur, það er ekki endilega betra að vera með sökkenda og stóra túbu í Soginu þrátt fyrir að þetta er vatnsmesta lindá landsins.
September er í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum Bíldsfells og verður gaman að fylgjast með hvað gerist þar á næstu dögum. Laus leyfi í Sogið fyrir landi Bíldsfells má sjá hér. Eingöngu er leyft að veiða á flugu og öllum laxi skal sleppt.