Bíldsfellið í toppmálum!

Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur eins hann er gjarnan kallaður, er við veiðar í Bíldsfelli í Soginu. Hér má sjá mynd af honum með lax sem hann fékk í morgun.  Silli heldur úti “Snapchatti” sem skoða má nánar með því að fylgjast með honum þar en hann heitir sillikokkur á Snapchat.

Það er búið að vera mikið líf en í gær fékk hann 3 laxa og missti aðra þrjá auk þess að fá væna bleikju. Nú í morgun er hann strax búinn að fá lax og gengur vel á þessu glæsilega veiðisvæði. Í Soginu er nóg vatn og á Bíldsfellsvæðinu, sem er 3 stanga svæði, er frábær hús þar sem veiðimenn eru í sjálfsmennsku.  Það er mikið af laxi á svæðinu og í gær var Silli að veiða lúsuga laxa, sem segir manni að það er fiskur að ganga!

Veiðin í fyrra var frábær og má segja að lifnað hafi aftur við svæðið sem hafði verið frekar rólegt árin á undan. Það lítur út fyrir að sumarið í Bíldsfellinu verði gott.

Það er búið að vera góð sala á svæð miðað við fyrri ár, en þó eru enn nokkrir dagar lausir þar í sumar sem má skoða á netsölunni eða smella hér!

 

Með laxakveðju,

SVFR

By admin Fréttir