Biðin á enda

Stangveiðitímabilið hófst nú í morgun 1. apríl í Varmá og Þorleifslæk og hófst veiðin nú klukkan 8:00.

Það snjóar hraustlega á veiðimenn sem hófu veiði í morgun og við bíðum átekta eftir fréttum af aflabrögðum en vanir menn eru við bakkann og ættu þeir ekki að láta smá snjókomu koma niður á veiðinni.

Samkvæmt veðurspánni eru næstu dagar flottir hvað veðrið varðar, og ættu því veiðimenn sem eru að huga að því að komast í veiði að skella sér í vefsöluna hjá okkur og kíkja á laus veiðileyfi í Varmánni.

Hægt er að skoða laus veiðileyfi í apríl HÉR.

By admin Fréttir