Barnadagar í Elliðaánum ganga vel

Barnadagar í Elliðaánum gengu vel um helgina.

SVFR stendur fyrir Barnadögum ár hvert en þá býður félagið ungum veiðimönnum að veiða í Elliðaánum í nokkrum hollum á fimm vöktum yfir sumarið með leiðsögumönnum. Hverri vakt lýkur svo með pylsuveislu í veiðihúsinu. Þessar vaktir í gær voru nr. 2 og 3 af þeim fimm vöktum sem boðið er upp á í sumar.  Næsti hópur mun veiða í ánni 29. júlí n.k.

Í gær voru veiddar tvær vaktir eins og áður sagði og gekk mjög vel. Alls veiddust 14 laxar á morgunvaktinni og 4 laxar eftir hádegi. Af þessum löxum voru sjö maríulaxar sem er sérstaklega ánægjulegt. .

Hér má sjá nokkrar myndir frá Bárði Þ. Stefánssyni en börnin hans voru meðal þátttakenda í gær, en þau eru Katrín Rós, Hlynur Þór 10 ára og Dagur þór 6 ára.

 

 

Með kveðju,

SVFR

By admin Fréttir