Fyrsti viðburður barna-og unglingastarfsins.
Barna-og unglingastarf Stangveiðifélags Reykjavíkur hófst fimmtudaginn 15.febrúar síðastliðinn. Á kvöldið mættu krakkar á öllum aldri og eru þeir mjög áhugasamir um stangveiði svo framhaldið lofar góðu. Fyrst var farið var yfir dagskrána fram að sumri og var það gert til að gefa þátttakendum hugmynd hvað verður í boði. Eftir formlegheitin var hent í veiði-kviss úr spurningaspilinu Makkerinn. Keppnin var hnífjöfn og þurfti að kasta upp á sæti. Það sást einmitt á þessu að krakkarnir vita heilmikið um stangveiði sem er frábært. Svo eftir formlega dagskrá var tekið létt spjall og veiðimálin rædd og allir fengu pizzu og gos í lokin.
Á næsta hitting í barna-og unglingastarfinu verður boðið upp á fluguhnýtingar. Það verður allt hnýtingarefni og tæki og tól á staðnum en öllum er velkomið að koma með sinn búnað og fá leiðsögn. Viðburðurinn verður auglýstur nánar í næstu viku.