Barna og unglingastarf SVFR að hefjast.
Nú er barna-og unglingastarf Stangaveiðifélags Reykjavíkur að hefjast. Í þessum mánuði verða tveir viðburðir, næsta fimmtudag og laugardaginn 24.febrúar.
Svona er dagskráin fimmtudaginn 15.febrúar:
- Kynning á dagskránni fram að vori: Farið verður yfir dagskrána sem er framundan.
- Með því geta þeir sem mæta séð hvað verður í boði og sett áminningu í dagatalið sitt.
- Stangveiði-kviss: Spurningakeppni úr nýja spurningaspilinu Makkernum, einstaklingskeppni og það verður spurt til þrautar. Frábær verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.
Þessi fyrsti viðburður verður opinn öllum börnum og unglingum sem hafa áhuga á að kynna sér barna og unglingastarf SVFR, hinsvegar þarf barn/unglingur að vera skráður meðlimur í félagið til að taka þátt áfram í starfinu. SVFR mun bjóða upp á sérstakt inngöngutilboð fyrir þau börn/unglinga sem hafa áhuga á að ganga í félagið og taka þátt í frábæru félagsstarfi Ungmennafélags Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
Viðburðurinn 15. febrúar hefst klukkan 18:00 og stendur til 20:00 Viðburðurinn verður haldinn í Rimaskóla í Reykjavík. Boðið verður upp á pizzu og gos.
Til þess að hægt sé áætla þátttöku verður að skrá sig á viðburðinn og það er hægt hér:
Skráning á fluguhnýtingadag UMFS
Skráningarsíða fyrir fluguhnýtingar barna og unglingastarf SVFR