Árnefnd Sandár

Fyrir nokkru auglýstum við eftir áhugsömum félagsmönnum í árnefnd Sandár. Okkur bárust 30 umsóknir í þær 6 stöður sem voru í boði. Það var því vandasamt verk fyrir stjórn félagsins að velja úr þessum frambærilegu umsóknum. Þeirri vinnu er nú lokið og hefur verið haft samand við þá árnefndarmenn sem komust í nefndina að þessu sinni.

Árnefnd Sandár skipa:

  • Eiður Pétursson
  • Baldur Hermannsson
  • Benedikt Einarsson
  • Jóhann Gunnar Arnarsson
  • Daði þorsteinsson
  • Hörður Birgir Hafsteinsson

Árnefndir Stangaveiðifélags Reykjavíkur eru bakbein félagsins og vinna gífurlega mikilvægt og óeigingjarnt starf á þeim ársvæðum sem félagið hefur innan sinna vébanda. Árnefndir eru tengiliðir félagsins við ársvæðin og sjá til þess m.a. að veiðisvæði og veiðihús félagsins séu tilbúin þegar veiðitímabilið gengur í garð.

By SVFR ritstjórn Fréttir