Árnefnd Langár

Stangaveiðifélag Reykjavíkur auglýsir eftir 2 stöðum í árnefnd Langár á Mýrum.

Annars vegar er um að ræða formann árnefndar sem og öðrum aðila inn í árnefndina.

Árnefndir SVFR eru gífurlega mikilvægur hlekkur í félagastarfi okkar og sinna þróttmiklu og óeigingjörnu starfi á öllum ársvæðum sem SVFR hefur innan sinna vébanda. Árnefndir félagsins eru einskonar umsjónaraðilar hvers ársvæðis fyrir sig og sinna ýmsum verkefnum á ársvæðunum eins og merkingu á ám fyrir veiðitíma og sjá til þess að veiðihús svæðanna séu tilbúin fyrir komu veiðimanna. Formaður árnefndar er tengiliður stjórnar félagsins við hvert svæði og er í samskiptum við stjórn SVFR sem og formann þess veiðifélags sem viðkomandi sinnir. Það er rétt tæplega 6 vikur í að ársvæði SVFR opni fyrir veiði og því um að gera að sækja um og koma sér í skemmtilegan félagsskap.

Við hvetjum áhugasama félagsmenn til þess að sækja um og senda okkur tölvupóst á [email protected]

By SVFR ritstjórn Fréttir