Árnefnd Flekkudalsár skipuð

Fyrir nokkru auglýstum við eftir áhugsömum félagsmönnum í árnefnd Flekkudalsár. Félaginu bárust yfir 30 umsóknir í þær 6 stöður sem voru í boði og við þökkum kærlega fyrir sýndan áhuga. Það var því vandasamt verk fyrir stjórn félagsins að velja úr þessum frambærilegu umsóknum. Þeirri vinnu er nú lokið og árnefnd Flekkudalsár skipa að þessu sinni:

Marteinn Jónasson
Jóhann Jón Ísleifsson
Sigurður Þór Kristjánsson
Karl Lúðvíksson
Kjartan Þórólfsson
Kristín G.B. Jónsdóttir

Árnefndir Stangaveiðifélags Reykjavíkur eru bakbein félagsins og vinna gífurlega mikilvægt og óeigingjarnt starf á þeim ársvæðum sem félagið hefur innan sinna vébanda. Árnefndir eru tengiliðir félagsins við ársvæðin og sjá til þess m.a. að veiðisvæði og veiðihús félagsins séu tilbúin þegar veiðitímabilið gengur í garð.

By SVFR ritstjórn Fréttir