Andakílsá 2021 úthlutun | Dregið í beinni á Youtube

Kæru félagsmenn

Á morgun klukkan 15:00 hefjum við drátt um hvaða félagsmenn fá holl í sumar í hinni eftirsóknarverðu Andakílsá. Sökum covid ætlum við að prófa að draga í beinni á Youtube rásinni okkar svo framarlega sem tæknin fer ekki að stríða okkur 🙂

Eftirspurnin var mikil og verður dregið nánast um hvert holl. Framkvæmdin verður þannig að við erum búin að stilla upp í Excel hverjir fara í drátt og notum síðan slembifall í Excel til að úthluta þeim sem sóttu um slembi-númeri. Sá félagsmaður sem fær hæsta númerið í hverju holli verður úthlutað hollinu.

Að útdrætti loknum birtum við Excel skjalið á svfr.is þar sem umsækjendur geta ath. hvort þeir hafi dottið í lukkupottinn. Í skjalinu munum við eingöngu birta fæðingardag og ár þess sem fær.

Hér finnurðu YouTube rás SVFR

By SVFR ritstjórn Fréttir