Áhugaverðar stangir í seinni hálfleikinn í laxinn

Það virðist sem er að þetta ár verður talið sem meðalgott veiðiár og á sumum svæðum bara þó nokkuð yfir meðalári. Eins og margir spáðu fyrir að þá hefur smálaxinn verið að sýna sig meira en undanfarin ár en þó eru undantekningar eins og gengur og gerist. Einkar ánægjulegt hefur verið að sjá Sogið koma sterkt inn, Langá er búin að vera góð og er á pari við síðasta ár og Haukadalsáin búin að vera frábær. Núna líður að hausti og hér að neðan eru mjög áhugaverð holl vegna forfalla t.a.m. í Grjótá/Tálma. Einnig eigum við laust í Úlfarsá/Korpu en þess má til gamans geta að veiðimennirnir í Villimönnum eru þar núna við veiðar í algjöru logni og glampandi sól. Sjá þeir laxa víða sem bíða eftir að bíta á agn veiðimanna. Áhugasamir geta séð þá á Snapchat undir aðganginum: Villimenn

Hvað er í boði í ágúst og september? Hér eru nokkrar flottar dagsetningar í laxinn en einnig eru flott leyfi hér og þar á vefsölu okkar –  https://www.svfr.is/arsvaedi-taflan/

Athygli er vakin á því að stórstreymt er næsta sunnudag, 12. ágúst.

 

Langá: 1 stöng laus í tvo daga þann 20-22. ágúst og 1 stangir lausar í tvo daga, 13.-15. september

 

Grjótá/ Tálmi: 2 stangir lausar í einn dag 31. ágúst til 1. sept og 1 stöng laus í einn dag 2.-3. september

 

Úlfarsá/Korpa: 1 stöng þann 16. ágúst og 1 stöng 17. ágúst. Þá eigum við einnig staka stöng 22. ágúst. Þá eru lausar báðar stangirnar frá 27.ágúst – 31. ágúst í ánni og eru það gullmolar en oft byrjar að hækka í ánni vegna rigninga og getur verið veisla þá. Þá er september stangirnar nokkuð lausar í ánni

 

Gljúfurá í BorgarfirðiVegna forfalla að þá eru lausar 3 stangir 20. – 22. september

 

Sog – Alviðra: Þó nokkuð laust á svæðið og einnig á næsta stórstreymi núna 12. – 15. ágúst – 3 stangir

 

Sog – Bíldsfell: Tvær stangir lausar 11. ágúst og 3 stangir 14. ágúst. Þá eru lausar 3 stangir 18. ágúst og 22. ágúst sem og 23. ágúst.

 

 

 

By admin Fréttir