Aðalfundur SVFR 24. febrúar

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 24. febrúar næstkomandi í Sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 og hefst kl. 16:00. Þar munu fara fram venjubundin aðalfundarstörf sem og kjör formanns félagsins í eitt ár og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Á mánudaginn næstkomandi opnar fyrir utankjörfundar atkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins sem verður hægt að kjósa á opnunartíma skrifstofu félagsins fram á föstudag. Þar skal kjósa á milli þeirra 5 félagsmanna sem eru í framboði um þau þrjú lausu sæti sem eru í boði í stjórn félagsins.

Jón Þór Ólason er einn í framboði til formanns og er hann því sjálfkjörinn.

Hægt er að kynna sér betur þá félagsmenn sem eru í framboði HÉR.

Dagskrá aðalfundar Stangaveiðifélags Reykjavíkur 24. febrúar 2018

  1. Formaður setur fundinn
  2. Formaður minnist látinna félaga
  3. Formaður tilnefnir fundarstjóra
  4. Fundarstjóri skipar tvo fundarritara
  5. Inntaka nýrra félaga
  6. Formaður flytur skýrslu stjórnar
  7. Gjaldkeri/framkvæmdarstjóri les upp reikninga
  8. Framkvæmdastjóri kynnir rekstraráætlun 2017 – 2018
  9. Umræður um skýrslu og reikninga
  10. Reikningar bornir undir atkvæði
  11. Gjaldkeri ber fram tillögu um inntöku- og árgjöld
  12. Lagabreytingartillögur
  13. Kynning og kosning formanns til eins árs
  14. Kynning og kosning frambjóðenda í stjórnarkjöri

Kaffihlé

  1. Kosning þriggja stjórnarmanna
  2. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara til eins árs
  3. Kosning á endurskoðenda félagsins
  4. Kynning og kosning á fimm mönnum í fulltrúaráð til tveggja ára
  5. Önnur mál
  6. Formaður flytur lokaorð
  7. Fundastjóri slítur fundi

Engar lagabreytingar tillögur eru komnar fram að svo stöddu.

By SVFR ritstjórn Fréttir