Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn í gærdag og var vel mætt til fundarins. Venjubundin aðalfundarstörf fóru fram, þar sem meðal fór formaður félagsins fór skýrslu stjórnar um starfsárið, gjaldkeri fór yfir rekstrarniðurstöðu ársins og framkvæmdastjóri fór yfir rekstraráætlun fyrir komandi rekstrarár.
Rekstur félagsins er kominn í góðar horfur eftir mörg mögur ár, en hagnaður rekstrarársins var rétt tæplega 8 milljónir, og er því eiginfjárstaða félagsins komin í 14 milljónir.
Það var mikil tilhlökkun í frambjóðendum sem og öðrum fundargestum á fundinum þegar gengið var til kjörs á stjórn félagsins.
Jón Þór Ólason var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn.
Fimm aðilar voru í kjöri til þriggja lausra sæta í stjórn félagsins og var nokkur spenna í salnum þegar atkvæði voru lesin upp. Það fór svo að Ágústa, Ólafur og Ragnheiður komust inn, en alls bárust 110 atkvæði.
Fimm aðilar voru einnig í kjöri til sætis í Fulltrúráði félagsins næstu tveggja ára, Þórólfur Halldórsson, Ólafur Kr. Ólafsson, Ólafur Haukur Ólafsson, Brynja Gunnarsdóttir og Þorsteinn Ólafs sóttust öll eftir endurkjöri og voru kjörin til næstu tveggja ára.
Helstu rekstrartölur og frekari upplýsingar af aðalfundi má finna HÉR.
Tvær ályktunartillögur komu fram á fundinum undir önnur mál.
Sú fyrri var færð fram af Ólafi E. Jóhanssyni, formanni árnefndar Elliðaánna, en hún laut að því félagið mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum í Elliðaárdalnum. Ályktunina má lesa í heild sinni HÉR.
Síðari tillagan var færð fram af Bjarna Júlíussyni, fyrrverandi formanni SVFR, en hún laut að því að stjórn félagsins endurskoði lög félagsins með tilliti til stjórnarkjörs og að stjórnarkjör fari framvegis fram með
rafrænum hætti. Ályktunina má lesa í heild sinni HÉR.
Báðar tillögurnar voru samþykktar af aðalfundinum og mun stjórn félagsins sjá um að fylgja þeim eftir.