Við minnum á að Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 24. febrúar næstkomandi í Sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 og hefst kl. 16:00. Þar munu fara fram venjubundin aðalfundarstörf sem og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Vikuna 19.-23. febrúar verður opið fyrir utankjörfundar atkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins sem verður hægt að kjósa á opnunartíma skrifstofu félagsins fram á föstudag. Þar skal kjósa á milli þeirra 5 félagsmanna sem eru í framboði um þau þrjú lausu sæti sem eru í boði í stjórn félagsins.
Utankjörfundarkosning er hafin og fer hún fram á skrifstofu félagsins að Rafstöðvarvegi 14 á skrifstofutíma.
Við hvetjum alla félagsmenn til að nýta atkvæðarétt sinn en allir skuldlausir félagar hafa slíkan rétt.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á laugardaginn kl. 16:00 að Síðumúla 1.