Aðalfundur 2021 | Í dag – hafðu í huga

Aðalfundur félagsins 2021 hefst í dag kl. 18:00 í Akóges salnum Lágmúla 4.

Við biðjum félagsmenn sem mæta um að sýna því skilning að munum fara í einu og öllu eftir sóttvarnarreglum. Miðað við þann fjölda sem skráði ætlan sína um að mæta þá reiknum við með að koma öllum fyrir. Þegar hámarksfjölda er náð skv. sóttvarnarreglum verður fleirum ekki hleypt inn. Eingöngu félagsmenn sem greitt hafa árgjaldið fyrir 2021 eiga kost á því að sitja fundinn.

Kosningar í ár verða eingöngu rafrænar!
Hægt er að kjósa til klukkan 19:00 í dag en við hvetjum alla félagsmenn til að bíða ekki fram á síðustu stundu heldur kjósa við fyrsta tækifæri eigi þeir eftir að gera það. Ef einhver lendir í vandræðum með að skrá sig þá er hægt að koma athugasemdum þessi efni á framfæri með tölvupósti á [email protected]. Við munum tryggja að þeir sem lenda í vændræðum fyrir kl. 16:00 í dag geti kosið.

Kjörslóð: https://kosning.vottun.is/home/vote/247?lang=IS

Sóttvarnir
Ætlast er til þess að fundarmenn spritti sig við komu og komi með og beri grímu allan tímann. Þá ber fundarmönnum að virða fjarlægðarreglur, sérstaklega í anddyri við skráningu og þegar komið er inn á fundinn.

By SVFR ritstjórn Fréttir