Aðalfundur 2021 | Utankjörf.atkvæðagr. hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan er hafin og er kosið bæði til stjórnar og fulltrúaráðs. Frestur til að kjósa er til kl. 16:00 á miðvikudaginn kemur, 24. febrúar. Félagsmenn 18 ára og eldri sem hafa greitt félagsgjaldið fyrir félagsárið 2021 eiga kost á því að kjósa. Kosið er um 3 sæti til stjórnar og 5 sæti í fulltrúaráð. Merkja þarf við 3 nöfn í stjórnarkjörinu og 5 nöfn í fulltrúaráðskjörinu.

Kosið er með því að smella hér, og skrá sig með íslykli/rafrænum skilríkjum í síma. Fyrst birtist kjörseðill til stjórnarkjörs og síðan til fulltrúaráðs þegar smellt er á hnappinn “áfram”.

Félagsmönnum sem lenda í vandræðum með að skrá sig og/eða hafa aðrar ábendingar varðandi kosningarnar er bent á að senda okkur póst þess efnis á [email protected].

Athugið!
Frestur til að kjósa er til kl. 16:00, á miðvikudaginn kemur, 24. febrúar.
Kjörslóð: https://kosning.vottun.is/home/vote/247?lang=IS

 

By SVFR ritstjórn Fréttir