Aðalfundur 2020

Aðalfundur SVFR var haldinn í gær.  Mæting var frekar dræm en rúmlega 50 manns mættu til fundarins og tæplega 30 kusu utan fundar.

Ný stjórn hefur verið kosin og má sjá helstu niðurstöður fundarins hér fyrir neðan:

Jón Þór Ólason var sjálfkjörinn formaður til eins árs.


Meiri hluti nýrrar stjórnar, en á myndina vantar Ólaf Breiðfjörð Finnbogason.

Í stjórn félagssins voru fjórir aðilar í framboði um þrjú laus sæti. Þeir sem náðu kjöri til tveggja ára voru:
Halldór Jörgensson
Hrannar Pétursson
Trausti Hafliðason

Aðrir sitjandi stjórnarmenn sem voru ekki í kjöri í ár eru:
Ágústa Katrín Guðmundsdóttir
Ólafur Breiðfjörð Finnbogason
Ragnheiður Thorsteinsson

Einnig var sjálfkjörið var í fulltrúaráð en þar voru í framboði:
Gylfi Gautur Pétursson
Jóhann Steinsson
Jónas Jónasson
Ólafur E. Jóhannsson
Reynir Þrastarson

 

Bjarni Júlíusson fyrrum formaður félagssins var heiðraður með Gullmerki félagsins og Júlíus Bjarni Bjarnason, sonur hans, með silfurmerki félagsins.

By admin Fréttir