Þeir Birkir Mar og Sindri Hlíðar sendu okkur línu rétt í þessu þar sem þeir voru nýbúnir að landa 93cm hæng í Elliðaánum.
Fiskurinn tók Frances kón í Stórafossi og lét mikið fyrir sér hafa, þeir eltu hann 250m niður ánna í gegnum vægast sagt erfitt umhverfi. Áin er stórgrýtt þarna og fellur hratt! Þið getið séð meira af veiðinni þeirra í morgun á Instagram reikningum þeirra sem eru @birkirhardarsson og @sindrihlidar. Þeir eru komnir með 3 fiska á land og hafa sett í fleiri, það er nóg líf í ánum þessa stundina!
Þessir drekar leynast svo sannarlega í Elliðaánum, við eigum lausa daga og þá má sjá hér.