Fiskur er farinn að ganga upp Laugardalsá í þokkalegu magni og fyrir fimm dögum fór 107cm hrygna upp teljarann. Eins og sést á myndinni er fiskurinn gríðarlega þykkur og það verður áhugavert að sjá hver nær henni, samkvæmt kvarðanum varðandi stærð á löxum ætti þessi hrygna að vera 12.1 kíló!
Vatnsleysi verður ekki vandamál í Laugardalsá í sumar og er áin í toppvatni!