Vefsalan – “gamla” útlitið

Það er með okkur í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eins og önnur fyrirtæki að við verðum að uppfæra kerfin hjá okkur við og við, til þess eins að geta verið með í síbreytilegu umhverfi. Fyrir rétt um 18 mánuðum síðan þurftum við einmitt að uppfæra hjá okkur bóhaldskerfið og af þeim sökum virkaði gamla vefsalan ekki lengur. Þess vegna þurftum við að ráðast í að smíða nýja og var sú kynnt til leiks á síðasta ári.

Mörg ykkar komu að orði við okkur og lýstu yfir söknuði á gamla útliti vefsölunnar þar sem hægt var að skoða allt sem var laust á sama skjánum. Við tókum að sjálfsögðu mark á þessu og báðum um að smíðað yrði sniðmát sem líktist gamla útlitinu.

Nú er það sniðmát tilbúið og má það finna hér: https://www.svfr.is/arsvaedi-taflan/

Við biðjum ykkur endilega að kíkja inn á þetta og skoða hvað er laust í sumar. Við tökum við öllum ábendingum og gagnrýni á þetta á netfangið [email protected]

Bestu kveðjur,
Skrifstofan

By admin Fréttir