Frá 86 þús.

Sandá í Þistilfirði

Sandá er falleg laxveiðiperla á Norð-Austurlandi sem færri hafa komist í en hafa viljað síðustu ár. Um er að ræða vatnsfalla með meðalrennsli um 12-20 rúmmetra. Fallegir veiðistaðir sem dreifast ágætlega um veiðisvæðið.

Veiðisvæðið í Sandá er um 12 kílómetra langt. Áin heldur vel vatni og afar sjaldgæft er að veiðimenn lendi í að veiða ánna í of litlu vatni. Þvert á móti skapar lágt vatn í ánni fleiri skemmtileg skilyrði með fleiri kjörnum gáruhnútsveiðistöðum. Áin er fiskgeng um 12 kílómetra upp að Sandárfossi.

Norðurl. eystra, Þistilfjörður
Veiðitímabil: 24.06 - 22.09
Stangir: 3-4 seldar saman
Agn: fluga
Kvóti: öllum fiski sleppt
8 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna

Gisting

8 manns í sjálfsmennsku. Skylda að kaupa þrif.

Tímabil

Frá 24. júní til 22. september.

Veiðin

Lax, 4 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Öllum laxi skal sleppa.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Laxakistur 15.8-10.9

Laxakistur
Sandá Current
Nánar
Umsjón og veiðivarsla

Sandá

+354 568 6050

Sandá - gagnlegar upplýsingar
Veiði hefst:24. júní
Veiði lýkur:22. september
Fjöldi stanga:3-4, seldar saman
Veiðifyrirkomulag:Þriggja (3) daga holl frá hádegi til hádegis
Veiðitími I24.06-14.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Veiðitími II14.08 - 22.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:klukkustund fyrir vakt
Skil á veiðihúsi:Veiðimenn skulu vera búnir að tæma húsið fyrir klukkan 12:00 á brottfaradegi.
Vinsælar flugur:Frances, Sunray Shadow, Haugur, Silver Sheep, Bismó og Green Butt.

Veiðisvæðið - veiðin

Veiðisvæðið er fjölbreytt og stórbrotið. Sandá hentar einstaklega vel til fluguveiða og má segja að sumir staðir séu hannaðir fyrir veiðimenn af náttúrunnar hendi. Meðalveiði síðustu átta ára eru 302 laxar en sumarið 2023 veiddust 336 laxar í Sandá.

Sama gildir með Sandá og aðrar stærri ár, laxinn liggur oft nær heldur en mann grunar og er um að gera að byrja að kasta áður en vaðið er út. Fiskurinn er afar tökuglaður í yfirborði og eru gárutúbur mikið notaðar þarna, þó að áin sé köld þarf ekki að sökkva flugunni til að fá laxinn til að taka. Flugur frá stærð 8-16 reynast veiðimönnum afar vel.

Aðgengi er misgott á veiðistaði og er mikilvægt að veiðimenn gæti varúðar í gljúfrunum. Neðri svæðin eru mun aðgengilegri og er aðgengi oftast afar gott þar.

Sandá er algjör stórlaxaá en á hverju ári veiðast þar margir tveggja ára laxar. Áin er þekkt fyrir sinn stórvaxna og sterka laxastofn og hafa fjölmargir 100cm+ fiskar veiðst þar í gegnum árin.

Tillaga að svæðaskiptingu
1 - Sandárfoss - Hringur
2 - Þriggjalaxahylur efri - Fljótið
3 - Hæðarþúfuhylur - Bjarnadalshylur
4 - Strangur - Ósbreiða

Veiðihús

Sandá

Sandá hentar samstilltum hópum og fjölskyldum frábærlega enda fylgir rúmgott og vel útbúið veiðihús með. Í húsinu er svefnpláss fyrir átta manns í fjórum tveggja manna svefnherbergjum. Baðherbergið er með sturtu og allur helsti eldhús- og borðbúnaður er til staðar ásamt sjónvarpi í stofu. Þá er góður sólpallur með gasgrilli við húsið sem og vöðlugeymsla.

Veiðihúsið er staðsett miðsvæðis og er stutt á veiðistaði frá því.

Vinsamlegast athugið að greiða þarf þrifagjald í húsi á brottfarardegi en innilfalið í þrifum eru almenn þrif og uppábúin rúm.

Gasgrill
sólpallur
sjónvarp
vöðlugeymsla
lyklabox

á staðnum / til athugunar

Svefnpláss fyrir 8 manns.

Sturta á baðherbergi.

Allur helsti eldhús- og borðbúnaður.

Sjónvarp.

Gasgrill.

Góður sólpallur.

Lyklabox með kóða.

Fólksbílafært að veiðihúsinu.

Veiðimenn ganga frá öllu rusli og skila húsinu í góðu ásigkomulagi, ekki er nauðsynlegt að taka rusl og dósir með við brottför.

Þrifagjald 64.000 kr. Innfalið eru almenn þrif og uppábúin rúm.

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjáið einnig almennar veiðireglur SVFR

LaxTímabil: 24.06 - 22.09
Leyfilegt agn: Fluga
Eingöngu leyfilegt að veiða með flugustöng.
Enginn kvóti
Öllum fiski skal sleppt.

   Þrifagjald


Þrif á veiðihúsinu eru ekki innfalin í stangarverðinu og ber veiðimönnum að kaupa þá þjónustu. Innifalið eru almenn þrif og uppábúin rúm.

Veiðimenn sjá um að þrífa grill, klára uppvask, raða inn í skápa og skúffur ásamt því að sinna almennum frágangi.

Ætlast er til að veiðimenn gangi frá öllu rusli og taki það með sér við brottför.

Athugið! SVFR áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif ef frágangur á veiðihúsinu er ekki sem skyldi.

Þrif - umsjón

Sigríður Jóhannesdóttir

+354 892 0515

Greitt er fyrir þrif á brottfarardegi, annaðhvort með að skilja eftir greiðslu í veiðihúsinu eða með millifærslu. Nánari upplýsingar um greiðslu veitir umsjónarmaður þrifa.

Hollið Allt tímabilið 64.000 kr.

Innifalið eru almenn þrif og uppábúin rúm.