Kæru veiðimenn og konur í Sandá!

Til að viðhalda laxastofni Sandár og bjóða upp á fleiri búsvæði fyrir laxinn hefur veiðifélagið og leigutaki
árinnar staðið að því að veiða nokkur pör af löxum og flytja þau upp á ólaxgengd svæði Sandár.
Með því móti eru við að stækka búsvæði seiða og nýta efra svæði til ræktunar.

Við söfnum s.s. löxum í þrjár laxakistur og flytjum þá eftir ákveðinn tíma upp á efra svæðið.
Þessi söfnun fer fram á tímabilinu 15.8 til 10.9 og þætti okkur vænt um ef veiðimenn gætu aðstoðað við að setja veidda laxa í kistur sé það mögulegt.
Kisturnar eru staðsettar við eftirtalda veiðistaði:

  Brúarhyl
  Bjarnardalshyl
  Efri Þriggjalaxayl

Þegar fiskur veiðist á öðrum stöðum er í raun ekki mikið mál að flytja hann á milli í næstu kistu, en þá er gott að hafa laxaslöngu við höndina og setja laxinn í slöngu fulla af vatni og flytja hann í næstu kistu.
Þegar búið er að sleppa laxi í kistu er nauðsynlegt að skrá hann á formið hér fyrir neðan þannig að við vitum þegar laxar
eru komnir í kistur og hversu lengi þeir hafa verið í kistunni:

www.svfr.is/laxakistur-sanda/

Sem hvatning fyrir veiðimenn viljum við bjóða 10.000 króna inneign hjá SVFR fyrir hvern lax sem komið er fyrir í laxakistu og fiskur skráður í formið.

Með fyrirfram þökk fyrir að hjálpa til við að gefa laxinum fleiri búsvæði sem mun styrkja stofninn í ánni.

Veiðifélag Sandár og SVFR

Nánari upplýsingar hjá SVFR [email protected] eða í síma 568-6050.

 

Laxakistur

Hér þurfa veiðimenn sem færa laxa í laxakistur að skrá niður upplýsingar um fiskana, hvenær þeir fara í kistu og fleira. Umbun fyrir að sleppa laxi í laxakistur er kr. 10.000 fyrir hvern fisk sem gengur upp í veiðileyfi hjá SVFR.

Nafn veiðimanns/konu:
MM slash DD slash YYYY
Hér skráum við hvaða dag laxinum var komið fyrir í kistuna.
Kyn
Hér skráum við hvaða kyn fiskurinn er
Í hvaða kistu fór laxinn?
Max. file size: 256 MB.
Ekki nauðsynlegt en samt gaman ef hægt er að lauma mynd af fiskinum með hér.