Frá 31 ÞÚS.

Gufudalsá

Gufudalsá er gjöful bleikjuveiðiá tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Þarna hafa ungir veiðimenn oft á tíðum stigið sín fyrstu skref í veiðimennsku. Sjógengin bleikja veiðist bæði í ánni og vatninu, mest í kringum eitt pund, en einnig bleikjur allt að fjögur pund. Nokkrir tugir laxa hafa veiðst síðustu árin. Mest veiðist á flugu. Aðgengi að veiðistöðum er gott og gott veiðihús er við ána. Töluvert af veiðinni kemur á land úr Gufudalsvatni en mikilvægt er að það gári aðeins ef fiskur á að taka.

Vestfirðir, Gufudalur
Veiðitímabil: 02.07 - 05.09
Stangir: 4 - seldar saman
Agn: Fluga, maðkur og spónn
Kvóti: Hófsemi
8 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna

Gisting

8 manns í sjálfsmennsku.

Tímabil

Frá 2. júlí til 5. september.

Veiðin

Bleikja, fjórar stangir, fluga, maðkur og spónn. Það er enginn kvóti en veiðimenn eru beðnir um að sýna hófsemi.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Gufudalsá
Umsjón og veiðivarsla

Gufudalsá

+354 568 6050

Gufudalsá
Veiði hefst:2. júlí
Veiði lýkur:5. september
Fjöldi stanga:4 stangir - seldar saman
Veiðifyrirkomulag:Tveggja/þriggja daga holl
Veiðitími I02.07-13.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-22:00
Veiðitími II14.08 05.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:Klukkutíma fyrir veiði
Vinsælar flugur:Bleik og Blá, Pheasant Tail, Rollan, Beyglan, Peter Ross, Heimasæta, Nobbler og Dýrbítur

Veiðisvæðin - Veiðin

Í ánni er aðallega sjóbleikja, oftast í kringum 1-2 pund, og er hún algjörlega frábær matfiskur. Þegar líður á tímabilið gengur lax upp ánna og veiðast alltaf þónokkrir á hverju ári.

Í ánni eru 25 skráðir veiðistaðir og er aðgengi afar gott að þeim flestum. Sjóbleikjan er óútreiknanlegur fiskur og getur hún legið á ótrúlegustu stöðum. Við mælum með að veiðimenn rölti á milli veiðistaða og kasti á alla álitlega staði.

Á veiðitímabilinu er veitt í 12 klukkustundir á dag, frá klukkan 7-22 heila daga en á skiptidögum skal veiði lokið klukkan 13 og má hefjast á ný klukkan 15. Lengri hvíldartími er við fossa ofan vatns skv. nánari veiðireglum í veiðihúsi.

Veiðihús

Veiðihúsið er stórt og í mjög góðu standi eftir miklar endurbætur vorið 2017. Þar eru sex tveggja manna herbergi, fjögur með rúmum og tvö með kojum. Eldhús með eldhúsáhöldum og borðbúnaði fyrir 12 manns, borð- og setustofa, baðherbergi, snyrting, forstofa, kæligeymsla o.s.frv. Pallur með heitum potti er við húsið og á staðnum er gasgrill. Einnig er sjónvarpsskjár, þó eingöngu fyrir dvd-diska. Netsamband: Wi-fi tengt við ljósleiðara.

Á komudegi mega veiðimenn koma í veiðihúsið klukkutíma áður en veiðitími hefst og á brottfarardegi skulu þeir vera farnir úr húsinu klukkutíma eftir að veiði er lokið. Í húsinu mega dvelja eins margir og húsrúm leyfir. Sængur og koddar eru til staðar en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað, handklæði og hreinlætisvörur. Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og taka með sér rusl en ruslagámur er niðri við þjóðveg.

Kort af ánni mun hanga uppi í veiðihúsi ásamt ítarlegri veiðireglum. Skrá skal alla veiði í veiðibók og er sérstaklega brýnt fyrir veiðimönnum að skrá aðeins einn fisk í hverja línu veiðibókarinnar.

sjálfsmennska
gasgrill
aðgerðarborð
heitur pottur

á staðnum / til athugunar

Svefnpláss fyrir 12 manns.

Sturta á baðherbergi.

Allur helsti eldhús- og borðbúnaður.

Veiðimenn koma með sængurfatnað, handklæði og hreinlætisvörur.

Sjónvarpsskjár, eingöngu fyrir dvd diska.

Wi-fi tengt við ljósleiðara.

Gasgrill.

Heitur pottur.

Veiðimenn þrífa sjálfir og ganga frá öllu rusli.

Fólksbílafært að veiðihúsinu.

Veiðimenn ganga frá öllu rusli og taka með sér við brottför.

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

Sértækar reglur

Hvíldartími er frá klukkan 13-15 á neðra svæði en frá klukkan 13-17 í fossum og á efra svæði.
Hvíldartími er eins alla daga, ekki bara á skiptidögum. Umferð um efra svæði er bönnuð á hvíldartíma.

Fjórar stangir eru leyfðar á svæðinu. Í vatninu mega börn veiða aukalega í samráði við landeigendur.
Leið að fossum og fremra svæði liggur um fjárhúshlað, beygt til hægri hjá fjárhúsunum (sjá skilti), en ekki heim að íbúðarhúsinu.

Ekki er leyfilegt að fara lengra á bíl en að "P - Veiðimenn" skiltinu sem er staðsett nálægt túnenda á efra svæði, við stigann.

Ekki er leyfilegt að fara lengra á bíl en að "P - Veiðimenn" skiltinu sem staðfest er um 200 metra fyrir neðan Brúarhyl á neðra svæðinu.

Gufudalsá - bleikjaTímabil: 02.07 - 05.09
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
Enginn kvóti en við hvetjum veiðimenn til að sýna hófsemi.