Frá 8 þús.

Elliðaár – vorveiði

Silungsveiðin í Elliðaánum er frábær og hefur verið vinsæl síðustu ár, aðallega veiðist urriði og getur hann verið afar vænn. Elliðaárnar eru perla Reykjavíkur og heimavöllur SVFR og hafa margir stigið sín fyrstu skref í veiðinni á bökkum þeirra enda árnar einstaklega fjölskylduvænar og aðgengilegar.

Reykjavík, Elliðaárdalur
Silungur: 01.05 - 05.06
Stangir í silungsveiði: 2
Leyfilegt agn: Fluga
Kvóti: sjá síðu
Fjölskylduvænt
Gott fyrir byrjendur
Aðgengilegt
Perla Reykjavíkur
Bóka núna

Gisting

Engin gisting.

Tímabil

1. maí til 5. júní.

Veiðin

Urriði, 2 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Leyfilegt er að hirða silung en við hvetjum veiðimenn til að sýna hófsemi.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Vorveiði – Silungur


Undanfarin ár hefur Stangaveiðifélagið gert félögum sínum kleift að ná úr sér veiðihrollinum með því að bjóða upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum í maí. Veitt er á tvær stangir, hálfan dag í senn, og aðeins er leyft að veiða á flugu í vorveiðinni. Þessi tími hefur verið vel nýttur af veiðimönnum og hefur alla jafna veiðst vel. Lífríkið í ánni er mjög gott og stofn staðbundins urriða sterkur.

Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl að og með Hrauni. Best veiðist í efri hluta Elliðaánna og eru Ármótin og Höfuðhylur sterkustu hyljirnir í vorveiðinni. Athugið að ekki er leyft að veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra.

Gagnlegar upplýsingar


Elliðaár silungur
Veiði hefst:01. maí
Veiði lýkur:05. júní
Veiðifyrirkomulag:1/2 dagur,
fyrir og eftir hádegi
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Höfuðhylur
Mæting, tími:Korter fyrir vakt
Vinsælar flugur:Hinir ýmsu kúluhausar, þurrflugur og straumflugur

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr Elliðaánum, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla og aflaleysi ber að skrá í rafræna veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

SilungurTímabil: 01.05 - 05.06
Leyfilegt agn: Fluga
Eingöngu leyfilegt að veiða með flugustöng.
Kvóti: Enginn kvóti en veiðimenn eru beðnir um að sýna hófsemi.
Veiða má frá Höfuðhyl að og með Hrauni.