Frá 14 þús.
Elliðaár
Það er harla fágætt að geta stundað laxveiðar í miðri höfuðborg en við Íslendingar getum stært okkur af því. Elliðaárnar eru perla Reykjavíkur og heimavöllur SVFR og hafa margir stigið sín fyrstu skref í veiðinni á bökkum þeirra enda árnar einstaklega fjölskylduvænar og aðgengilegar.
Gisting
Engin gisting.
Tímabil
Laxveiði 20. júní til 15. september.
Veiðin
Lax, 4-6 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Leyfilegt er að hirða silung en öllum laxi skal sleppa.
Hentar
Byrjendum sem lengra komnum.
Sumarveiði – Lax
Veiðin hefur verið stöðug og góð undanfarin ár en meðalveiði síðustu tíu ára (2012-2021) er 755 laxar. Mesta veiðin síðustu 10 ár var 2013 eða 1145 laxar.
Við ítrekum að öllum laxi skal sleppt en sleppiskylda er breyting fyrir 2020.
Í september skulu veiðimenn hitta veiðivörðinn við Hundasteina korter fyrir veiðitíma. Þar fer hann yfir svæðaskiptingu og sér um dráttinn.
Hér er að finna góða leiðsögn frá Ásgeiri Heiðari, leiðsögumanni veiðimanna til áratuga, um hvernig hægt er að veiða þekkt maðkasvæði með flugu.
Gagnlegar upplýsingar
Fjöldi stanga eftir tímabili | |
---|---|
Silungur | |
01. maí til 05. júní | 2 stangir, fyrir og eftir hádegi |
Lax | |
20. júní til 30. júní | 4 stangir, fyrir og eftir hádegi |
01. júlí til 15. ágúst | 6 stangir, fyrir og eftir hádegi |
16. ágúst til 15. sept. | 4 stangir, fyrir og eftir hádegi |
Elliðaár lax | |
---|---|
Veiði hefst: | 20. júní |
Veiði lýkur: | 15. september |
Veiðifyrirkomulag: | 1/2 dagur, fyrir og eftir hádegi |
Morgunvakt: | 07:00-13:00 |
Eftirmiðdagsvakt: | 15:00-21:00 |
Mæting til 31. ágúst: | Veiðihús - hálftíma fyrir vakt, dregið korteri síðar |
Mæting frá 01. sept.: | Hundasteinar - dregið korteri fyrir vakt |
Vinsælar flugur: | Black Brahan, Frances, Green Butt, Nagli, Silver Sheep og Sunray Shadow |
Leiðsögn
Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.
Markvissari veiði
Fagleg ráðgjöf
Veiðireglur
Almennar
Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr Elliðaánum, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.
Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í rafræna veiðibók.
Lax | Tímabil: 20.06 - 15.09 | |
---|---|---|
Leyfilegt agn: Fluga Eingöngu leyfilegt að veiða með flugustöng. |
||
Kvóti: Enginn, öllum fiski sleppt. | ||
Tilkynna ber komu og brottför frá veiðisvæðinu ef ekki er mætt í veiðihús. | ||
Ekki má veiða á neðstu stöðum Elliðaánna á flóði ef sjór flæðir inn í þá. | ||
Bannað er að veiða nær mannvirkjum en 50 metra, þ.e. teljara, Árbæjarstíflu og Elliðavatnsstíflu. | ||
Í september er eingöngu leyfilegt að veiða fyrir ofan Árbæjarstíflu. |
Rannsóknir - Laxfiskar
Stangarverð – fyrir hádegi
Stangarverð er birt með fyrirvara um innsláttarvillur og breytingar.
Stangarverð – eftir hádegi
Stangarverð er birt með fyrirvara um innsláttarvillur og breytingar.
Stangarverð – silungur
Stangarverð er birt með fyrirvara um innsláttarvillur og breytingar.