Korpa – breytt fyrirkomulag

Við kynnum breytt fyrirkomulag varðandi Korpu.  Áin verður seld í hálfum dögum líkt og Elliðaárnar og veiðisvæðið verður frá ós upp að Lambhagavegi. Fyrirhugað er að selja svæðið frá Lambhagavegi upp að Hafravatni sér.

Ástæðan fyrir þessum breytingum er að efra svæðið er afar lítið veitt en geymir töluvert af silungi og þegar líður á tímabilið gengur lax og sjóbirtingur á svæðið. Eingöngu verður leyft að veiða á flugu á efra svæðinu.

 

By SVFR ritstjórn Fréttir