Í ár eru 4 hálfir dagar í boði fyrir hámark 16 börn og unglinga í hverju holli, fyrstur kemur fyrstur fær. Foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja um fyrir hönd barna sinna en skráningu lýkur á hádegi 28. apríl nk.
Veiðin er fyrir félagsmenn 18 ára og yngri sem geta veitt sjálfir. Barnið, unglingurinn þarf að vera skráður félagsmaður og hafa greitt félagsgjaldið. Félagsgjaldið er 5.400 kr. og hægt er að óska eftir félagsaðild hér. Foreldrum sem mæta er ætlað fylgja börnum sínum við veiðarnar en eingöngu til halds og trausts. Foreldrum er ekki leyfilegt að veiða. Á svæðinu verða leiðsögumenn sem leiðbeina við veiðarnar en hafið í huga að ekki er um barnagæslu að ræða.
Sunnudagar sem eru í boði:
10. júlí fyrir/eftir hádegi
14. ágúst fyrir/eftir hádegi
Dagskrá viðburðar
1
Undirbúningur
Til að geta veitt þarf að mæta með fatnað og veiðibúnað sem ætlaður er til fluguveiða. Gott er að ath. með veðurspána kvöldið áður uppá fatnaðinn að gera.
Nauðsynlegt er að fá sér góðan morgunmat áður en lagt er af stað að heiman og gott að hafa með sér eitthvað að drekka en að veiði lokinni bíður hópsins grillveisla við veiðihúsið.
Mjög mikilvægt er að gleyma ekki hlífðargleraugum/sólgleraugum. Án hlífðargleraugna er ekki hægt að veiða.
2
Mæting
Mæting er í veiðihúsið í Elliðaárdal 15 mín. fyrir upphaf veiðitíma. Reyndir veiðimenn taka á móti veiðimönnum við veiðihúsið og fara yfir öryggismál, veiðireglurnar, leyndardóma Elliðaánna og hvernig á að bera sig að við laxveiðina. Ef barnið forfallast eða ef foreldri sér fram á að barnið verði seint fyrir þarf að tilkynna það til veiðivarðar í síma 821 3977.
3
Veiðin
Veiðitími: Morgunvakt 08:00 - 13:00. Eftirmiðdagsvakt: 15:00 - 20:00. Ánni er skipt í 4 svæði (engin frísvæði) og verða allir að fylgja fyrirmælum sem gilda á þessum dögum. Eingöngu er heimilt að veiða á flugustöng með flugu. Án hlífðargleraugna er ekki hægt að veiða. Öllum fiski er sleppt.
4
Grill
Endað er á grillveislu kl. 13:00 og kl. 20:00 við veiðihúsið.
5
Brottför
Vinsamlegast tilkynnið brottför til leiðsögumanna.