júlí 10, 2022
07:45
Elliðaárdalur
Í ár eru 4 hálfir dagar í boði fyrir hámark 16 börn og unglinga í hverju holli, fyrstur kemur fyrstur fær. Foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja um fyrir hönd barna sinna en skráningu lýkur á hádegi 28. apríl nk.
Veiðin er fyrir félagsmenn 18 ára og yngri sem geta veitt sjálfir. Barnið, unglingurinn þarf að vera skráður félagsmaður og hafa greitt félagsgjaldið. Félagsgjaldið er 5.400 kr. og hægt er að óska eftir félagsaðild hér. Foreldrum sem mæta er ætlað fylgja börnum sínum við veiðarnar en eingöngu til halds og trausts. Foreldrum er ekki leyfilegt að veiða. Á svæðinu verða leiðsögumenn sem leiðbeina við veiðarnar en hafið í huga að ekki er um barnagæslu að ræða.
Sunnudagar sem eru í boði:
10. júlí fyrir/eftir hádegi
14. ágúst fyrir/eftir hádegi