Frá 64 þús.

Miðá í Dölum

Miðá í Dölum rennur niður Miðdali og er frekar hefðbundin dragá. Helsta veiðin er lax en einnig veiðist talsvert af sjóbleikju, veitt er á þrjár stangir allt tímabilið. Aðgengi að ánni er til fyrirmyndar og hentar hún því fjölskyldum afar vel. Veiðisvæðið samanstendur af Miðá og Tunguá sem renna saman stutt fyrir neðan veiðihús.

Vesturland, Dalasýsla
Veiðitímabil: 01.07 - 29.09
Stangir: 3 - seldar saman
Agn: Fluga og maðkur
Kvóti: 2 á dag
6 manns í sjálfsmennsku

Gisting

6 manns í sjálfsmennsku. Skylda að kaupa þrif.

Tímabil

Frá 1. júlí til 29. september.

Veiðin

Lax, 3 stangir, fluga og maðkur til 1. ágúst og eingöngu veitt á flugu eftir það.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Umsjón og veiðivarsla

Miðá

+354 568 6050

á staðnum / til athugunar

Svefnpláss fyrir 6 manns.

Sturta á baðherbergi.

Allur helsti eldhús- og borðbúnaður.

Sjónvarp.

Gasgrill.

Heitur pottur.

Sólpallur.

Lyklabox með kóða.

Fólksbílafært að veiðihúsinu.

Veiðimenn ganga frá öllu rusli og taka með sér við brottför.

Þrifagjald 44.000 kr. Innfalið eru almenn þrif.

Háhraða þráðlaus nettenging

Veiðisvæðið - veiðin

Veiðisvæðið er rúmir 15 kílómetrar og rennur áin að mestu um eyrar. Með leyfum í Miðá fá veiðimenn að veiða í hliðaránni Tunguá sem rennur út í Miðá rétt fyrir neðan veiðihúsið.

Í Miðá eru 59 merktir veiðistaðir og eru þeir fjölbreyttir og skemmtilegir en áin rennur að mestu um eyrar og eiga veiðistaðir til að breytast á milli ára. Veiðisvæðið endar rétt fyrir ofan veiðistað 59!

Aðgengi að veiðistöðum er afar gott en það er nauðsynlegt að vera á fjórhjóladrifnum bílum. Við viljum biðla til veiðimanna að fara ekki yfir vöð ef áin er í flóðum.

Veiðihús

Miðgarður

Miðá er afar aðgengileg, þægileg og sérlega fjölskylduvæn enda hafa margir ungir veiðimenn stigið sín fyrstu skref í stangveiði í ánni. Á staðnum er vel útbúið veiðihús með eldhúsi, salerni með sturtu, huggulegri stofu og þremur svefnherbergjum sem hvert um sig er með tveimur 90x200 cm. uppábúnum rúmum.

Á pallinum er glænýr heitur pottur sem verður vígður á næstum dögum (júlí 2023) og gasgrill. Í kringum húsið er afgirtur garður sem tilvalið er að tjalda í eða setja upp einhvers konar ferðavagna hugnist gestum það. Veiðimenn skulu tæma heita pottinn og þrífa og gæta þess að grillið sé snyrtilegt og tilbúið fyrir næsta holl.

Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að flokka allt rusl í þar til gerðar tunnur, staðsettar í húsi, og tæma í tunnurnar fyrir utan. Gott er að hafa meðferðis auka poka, álpappír, krydd og olíur en á staðnum er salernis- og eldhúspappír, handsápa, uppþvottalögur, tuskur og viskustykki auk tveggja gaskúta fyrir grillið.

Fólksbílafært er að húsinu og lyklarnir eru í sérstöku lyklaboxi sem opnast með kóða. Athugið að greiða þarf þrifagjald í húsi á brottfarardegi.

Að lokum viljum við benda veiðimönnum á áhugaverði staði í Miðdalnum eins og t.d. Rjómabúið Erpsstaði þar sem nóg er til af ostum og ís, börnin geta leikið sér og fengið að skoða dýrin á bænum. Sælureiturinn Árblik, félagsheimilið fyrir ofan veiðihúsið, er einnig með opið í sumar en þar er rekið kaffihús og ýmis konar handverk til sölu ásamt kjöti beint frá býli.

sjálfsmennska
heitur pottur
gasgrill
aðgerðarborð

Gagnlegar upplýsingar


Miðá lax
Veiði hefst:01. júlí
Veiði lýkur:29. september
Fjöldi stanga:3 - seldar saman
Veiðifyrirkomulag:Tveggja (2) daga holl frá hádegi til hádegis
Veiðitími I01.07-14.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Veiðitími II15.08 - 29.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:Klukkustund fyrir veiði
Vinsælar laxaflugur:Frances, Sunray Shadow, Haugur, Silver Sheep og Green Butt
Vinsælar bleikjuflugur:Pheasant Tail, Mobuto, Bleik og Blá, Heimasæta, Krókurinn og Nobbler

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók!

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

Sértækar

  • Veiðimenn mega landa tveimur löxum á dag en verða að sleppa öðrum laxi.
  • Sleppa öllum laxi yfir 70 cm. (undantekning ef maðkveiddur lax fyrir 1 .ágúst hefur skaddast of mikið).
  • Maðkaveiði er alveg bönnuð eftir 31. júlí.
  • Veiðar með spún eru bannaðar.
  • Allan afla skal skrá í rafræna veiðibók.
  • Hreystursýni skal taka af þriðja hverjum laxi.
  • Engar veiðar eru leyfðar framan við Bæjargilið á Breiðabólsstað en á þessu svæði eru m.a. Selfoss, Teigsvað, Þröskuldahylur og Kvörn. Efsti veiðistaður sem leyft er að veiða er Helguvarða (nr. 59)
  • Ekki er leyfð veiði fyrir ofan Svalbarðafoss í Tunguá.
  • Ekki er leyfð veiði í Hundadalsánni en hún er ein aðal uppeldisstöð bleikjunnar, en leyfilegt er að veiða neðan við ármót Hundadalsár.
  • Veiðimönnum ber að huga að snyrtilegri umgengni og hirða allt rusl eftir sig í og við ána.

Þó maðkaveiði sé leyfð fyrri hluta sumars þá er það fyrst og fremst hugsað fyrir börn sem hafa verið nokkuð áberandi sem veiðimenn á þeim tíma undanfarin ár. Reyndari veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að nota fluguveiði sem mest.

Veiðieftirlit er í höndum allra landeigenda.

LaxTímabil: 01.07 - 29.09
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur til 31. júlí síðan fluga.
Kvóti: tveir laxar á stöng á dag undir 70 cm.
Öllum fiski 70 cm. og lengri skal sleppt. Enginn kvóti er á bleikju en hvatt er til hófsemi.

   Þrif


Þrif á veiðihúsinu eru ekki innfalin í stangarverðinu og ber veiðimönnum að kaupa þá þjónustu. Innifalið eru almenn þrif.

Veiðimenn sjá um að þrífa grill, klára uppvask, raða inn í skápa og skúffur ásamt því að sinna almennum frágangi.

Ætlast er til að veiðimenn gangi frá öllu rusli og taki það með sér við brottför.

Athugið! SVFR áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif ef frágangur á veiðihúsinu er ekki sem skyldi.

Þrif - umsjón

Fjóla

+354 695-6576

Greitt er fyrir þrif á brottfarardegi með millifærslu á umsjónaraðila.

Kt.180207-2360. Rnr. 370-22-058006

Hollið Sex veiðimenn í húsi, alls 44.000 kr.