Frá 12 þús
Leirvogsá
Leirvogsá er falleg tveggja stanga laxveiðiá í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Veiðisvæðið er rúmlega 8km langt og nær það frá ósum árinnar að Tröllafossi, umhverfið er fallegt og fjölbreytt. Í ánni eru 58 merktir veiðistaðir.
Leyfilegt er að veiða á maðk fyrir neðan veiðistað 12 (Gömlu brú). Fyrir neðan þjóðveg eru frægir pallar og pyttir sem henta einstaklega vel til maðkveiða, jafnframt eru það aflahæstu staðirnir í ánni.
Það er afar sterkur sjóbirtingsstofn í Leirvogsá, árlega veiðast fiskar um og yfir 80cm og það er ekki óalgengt að fá 60cm fisk. Í vorveiðinni skal sleppa öllum veiddum fiski og biðjum við veiðimenn um að fara varlega með hoplax.
Meðaltal veiða frá árinu 2000 – 2019 er rúmlega 500 laxar á 2 stangir. Metveiði var árið 2008 og veiddust þá 1.173 laxar í ánni. Þá er hörku sjóbirtingsveiði í ánni.