Frá 30 þús.
Leirvogsá
Leirvogsá er falleg tveggja stanga laxveiðiá í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Veiðisvæðið er rúmlega átta kílómetra langt og nær það frá ósum árinnar að Tröllafossi. Umhverfið er fallegt og fjölbreytt og í ánni eru 58 merktir veiðistaðir.
Fyrir neðan þjóðveg eru frægir pallar og pyttir sem henta einstaklega vel til maðkveiða, jafnframt eru það aflahæstu staðirnir í ánni. Frá og með árinu 2021 er leyfilegt að veiða á maðk um alla Leirvogsá!
Meðaltal veiða frá árinu 2014 – 2023 er 297 laxar á tvær stangir. Besta veiðin var árið 2015 og veiddust þá 706 laxar í ánni.
ATHUGIÐ – eftir 31. ágúst er eingöngu veitt á flugu og öllum fiski skal sleppa!
Höfuðb., Mosfellssveit
25.06 - 20.09
Stangir: 2
Agn: fluga og maðkur
Kvóti: 4 á stöng vakt, sleppiskylda eftir 31. ágúst
Hús, engin gisting