Frá 12 þús

Leirvogsá

Leirvogsá er falleg tveggja stanga laxveiðiá í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Veiðisvæðið er rúmlega 8km langt og nær það frá ósum árinnar að Tröllafossi, umhverfið er fallegt og fjölbreytt. Í ánni eru 58 merktir veiðistaðir.

Fyrir neðan þjóðveg eru frægir pallar og pyttir sem henta einstaklega vel til maðkveiða, jafnframt eru það aflahæstu staðirnir í ánni. Frá og með árinu 2021 er leyfilegt að veiða á maðk um alla Leirvogsá!

Það er afar sterkur sjóbirtingsstofn í Leirvogsá, árlega veiðast fiskar um og yfir 80cm og það er ekki óalgengt að fá 60cm fisk. Í vorveiðinni skal sleppa öllum veiddum fiski og biðjum við veiðimenn um að fara varlega með hoplax.

Meðaltal veiða frá árinu 2000 – 2019 er rúmlega 500 laxar á 2 stangir. Metveiði var árið 2008 og veiddust þá 1.173 laxar í ánni. Þá er hörku sjóbirtingsveiði í ánni.

 

Höfuðb., Mosfellssveit
Laxveiðin: 25.06 - 22.09
Agn: fluga og maðkur
Vorveiðin: 01.04 - 30.05
Agn: fluga
Stangir: 2
Kvóti: 4 á vakt til 01.09
Hús, engin gisting
Bóka núna

Gisting

Engin gisting í boði.

Tímabil

Frá 01.apríl til 30. maí og 25. júní til 22. september.

Veiðin

Lax, 2 stangir, fluga og maðkur. Kvóti er fjórir laxar á vakt. Í vorveiðinni er sleppiskylda

Hentar

Byrjendum sem lengra kom>num.

Leirvogsá
Umsjón og veiðivarsla

Leirvogsá

821 3977

svfrveidivarsla@gmail.com

Veiðireglur

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr Leirvogsá, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla og aflaleysi ber að skrá í rafræna veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur hér

 

Veiðisvæðið - veiðin

Það er hálf ótrúlegt hvað Leirvogsá leynir á sér, þegar maður er kominn í Birgishyl er hálf lygilegt að ímynda sér að maður er bara rétt fyrir utan höfuðborgina. Þessi netta tveggja stanga á er með eina hæstu meðalveiði per stöng á landinu, árið 2020 veiddust rúmlega 250 laxar og töluvert af sjóbirtingi sem er mögnuð veiði.

Í ánni eru 58 merktir veiðistaðir, þar má finna allskonar breiður, flúðir, pytti og strengi. Veiðistaðirnir eru því afar fjölbreyttir og aðgengi að þeim flestum er gott.

Í vorveiðinni er sjóbirtingur uppistaða veiðinnar, á ári hverju veiðast afar stórir fiskar og oftar en ekki taka þeir litlar púpur frekar en straumflugur. Best er að veiða í neðri hluta Leirvogsár en á ári hverju veiðast sjóbirtingar alveg upp að veiðihúsi. Bestu staðir síðustu ára hafa verið Birgishylur, Snoppa, Varmadalsgrjót, Gamla-Brú, Brúargrjót og Fitjakotshylur.

Þar sem Leirvogsá er nett á er mjög miklilvægt að nálgast veiðistaði rólega til að styggja ekki fiskinn, gott er að byrja að nota litlar flugur og stækka svo hægt og rólega.

Athugið að eftir 1. september er eingöngu veitt á flugu og öllum fiski sleppt!

Tillaga að svæðaskiptingu

25. júní - 15. ágúst

Húsbreiða til og með Snoppu
Snoppa - Tunguborgareyrar

Á þessum tíma er best að skipta svæði á 1.5 klukkutíma fresti, frjálst svæði er fyrir ofan Húsbreiðu. Mælt er með að menn mæti við Gömlu Brú korter fyrir veiðitíma og ákveða skiptingu í sameiningu.

15. ágúst - 22. september

Tröllafoss - Svilaklöpp

Húsabreiða - Tunguborgareyrar

Ekkert frísvæði, þriggja klukkutíma skipting. Mælt er með að menn mæti upp í veiðihús korter fyrir veiðitíma og ákveða skiptingu í sameiningu.

Þriggja klukkutíma skipting,

VorveiðiDagar: 01.04 - 31.05
Veiðifyrirkomulag:Heill dagur, báðar stangir seldar saman.
Veiðitími:08:00 - 20:00
Mæting, staður:Frjálst
Mæting, tími:Frjálst
Vinsælar púpur:Squirmy Wormie, Pheasant Tail, Peacock, Mobuto, Barbapabbi og Héraeyra
Vinsælar straumflugur:Dýrbítur, Nobbler, Hólmfríður, Black Ghost, Grey Ghost og Flæðamús
Laxveiði Dagar: 25.04- 22.09
Veiðifyrirkomulag:1/2 dagur, fyrir og eftir hádegi
Frá 1. september eru seldir heilir dagar.
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Eftir 15. ágúst
15:00-21:00
Mæting, staður:25.06 - 15.08
Gamla Brú

15.08 - 23.08
Veiðihús
Mæting, tími:hálftíma fyrir vakt
Vinsælar flugur:Frances, Green Butt, Sunray Shadow, Silver sheep.