Frá 59 þús.

Laxá í Mývatnssveit

„Aldrei upplifað annað eins!“ Það hafa margir veiðimenn látið þessi orð falla, ekki síst eftir sína fyrstu heimsókn í Mývatnssveitina. Óhætt er að fullyrða að urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit séu einstök á heimsvísu. Fyrir þá sem vilja ógnarfallegt umhverfi og mikið af urriða er Mývatnssveitin rétti staðurinn.

Norðurland, Mývatnssveit
Veiðitímabil: 29.05 - 25.08
Stangir: 14
Agn: fluga
Kvóti: 2 á vakt
31 manns í þjónustu
Bóka núna!

Gisting

31 manns í fullri þjónustu.

Tímabil

Frá 29. maí til 25. ágúst.

Veiðin

Urriði, 14 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Kvóti er tveir fiskar á vakt.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Innritun gesta

Gestir geta innritað sig hér, innritun gesta, áður en þeir mæta í hús og sparað þannig tíma og fyrirhöfn við komu.

Laxá í Mývatnssveit Current
Akureyrarflugvöllur
Veiðihúsastjóri

+354 791 5800

Veiðihúsastjóri tekur við fyrirspurnum vegna fyrirkomulags í húsi eða upplýsingum um fæðuóþol eða ofnæmi.

Staðarhald

+354 790 6977

Staðarhaldari veitir upplýsingar um veiði og veiðifyrirkomulag. Hann tekur á móti veiðimönnum við komu, sér um skiptingu á svæði og fer yfir veiðireglur. Hann veitir einnig upplýsingar um óskilamuni.

   

Daglegur veiðitími

Veiðitími I19.06-14.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Kvöldvakt:16:00-22:00
Veiðitími II15.08 - 25.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Kvöldvakt:15:00-21:00
   

Matmálstímar í veiðihúsi

Veiðitími I29.05-14.08
Morgunmatur:07:00-08:30
Hádegismatur:14:30-15:30
Kvöldmatur:22:30-23:30
Veiðitími II15.08 - 25.08
Morgunmatur:06:00-07:30
Hádegismatur:13:30-14:30
Kvöldmatur:21:30-22:30
   

Hús- og svæðisreglur

Mæting í hús á komudegi er 1 klst. fyrir upphaf veiðitíma. Ekki fyrr!
Á brottfarardegi þarf að tæma herbergi ekki seinna en kl. 10:00 og kl. 09:00 frá og með 15. ágúst.
Gæludýr eru ekki leyfð. Hvorki í húsi né við veiðistaði.
Hámarkshraði á slóðum er 30km eða lægri eftir aðstæðum.
Reykingar, þ.m.t. notkun á rafrettum eru bannaðar innandyra.
Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega.

Fæðisgjald á mann pr. dag

2 á stöng 25.900 kr.

Innifalið eru 3 máltíðir á dag ásamt kaffi um miðjan daginn. Við komu er boðið upp á kaffi og með því ásamt kvöldmat síðar um kvöldið. Á brottfarardegi er boðið upp á morgunmat og létta máltíð í hádeginu fyrir brottför.

1 á stöng 28.900 kr.

Innifalið eru 3 máltíðir á dag ásamt kaffi um miðjan daginn. Við komu er boðið upp á kaffi og með því ásamt kvöldmat síðar um kvöldið. Á brottfarardegi er boðið upp á morgunmat og létta máltíð í hádeginu fyrir brottför.

Stök máltíð Hádegi eða kvöld 3.500 kr.
Stakur morgunmatur 2.000 kr.

Veiðisvæðið - veiðin

Fyrir utan góða og jafna veiði undanfarin ár þá er áin einstök. Hraðir strengir og fallegir flóar, flúðir og hægfara hyljir; allt í umhverfi sem á engan sinn líka. Þetta er einfaldlega svæði sem allir fluguveiðimenn verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Í Mývatnssveit er meðalstærðin smærri en í Laxárdal en þar veiðast talsvert fleiri fiskar. Aðgengi er erfiðara en í Laxárdal og þurfa veiðimenn að ganga spöl að veiðistöðum á sumum svæðum. Sumarið 2018 veiddust alls 3.468 urriðar á svæðinu sem var 6% aukning frá því 2017. Kvóti er á veiðinni, leyfilegt er að hirða tvo urriða á vakt. Veiðimönnum er skylt að sleppa smáfiski undir 35 cm að lengd og fiskum sem eru stærri en 60 cm.

Aðgengi að veiðistöðum er nokkuð gott. Hægt er að fara akandi nálægt flestum veiðistöðunum en að nokkrum veiðistöðum í efri hluta árinnar þarf að fara gangandi nokkurn spöl. Gott getur verið að hafa bakpoka með sér, t.d. þegar Hofstaðaey er veidd, en þá er maður gjarnan út í eyju alla vaktina.

Veiðimenn athugið - mæting í veiðihús er klukkan 15:00 á skiptidegi, ekki fyrr!

Veiðihús

Hof

Við ána er notalegt veiðihús, með 13 tveggja manna herbergjum og 5 eins manns, sem getur tekið 31 veiðimann í gistingu. Húsið hefur sinn sjarma en herbergin eru frekar smá með sameiginlegri hreinslætisaðstöðu. Stór sameiginleg setustofa er í húsinu og matsalur. Einnig er heitur pottur við húsið.

Góð aðgerðaraðstaða er í Hofi og hægt að frysta afla. Einnig bendum við á að vinsælt er að fara með afla í reyk á Skútustöðum.

Fæðisskylda er í húsinu - sjá nánar neðar á síðunni.

Þeim veiðimönnum sem ætla að taka með sér fisk heim bendum við á að ekki er boðið upp á laxa-/slönguplast í húsinu og er það liður af umhverfisverndarstefnu SVFR.

   
Húsið / til staðar / hafðu í huga
Gisting fyrir 31 manns í þjónustu.
13 tveggja manna herbergi og 5 eins manns með sameiginlegu baði og sturtuaðstöðu.
Þráðlaust net tengt ljósleiðara.
Sjónvarp.
Heitur pottur.
Vöðlugeymsla
Aðgerðarrými.
Setustofa.
Aðgengi fatlaðra ertakmarkað.
Fólksbílafært er að húsinu.

Gagnlegar upplýsingar

Slönguplast ekki í boði!

Þeim veiðimönnum sem ætla að taka með sér fisk heim bendum við á að ekki er boðið upp á laxa-/slönguplast í húsinu og er það liður af umhverfisverndarstefnu SVFR.

Leiðsögn

Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

   

Veiðireglur

Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Almennar veiðireglur SVFR sem eiga við öll svæði félagsins

Sértækar

Veitt er á 14 stangir allt tímabilið og rúmar svæðið þær afar vel. Þegar kemur að silungsveiði er Mývatnssveitin í sérklassa en veiðisvæðið er stórt, fjölbreytt og einstaklega fallegt. Líkt og í Laxárdalnum er gott að undirbúa sig vel fyrir veiðina og taka með fjölbreytt úrval af flugum því skordýralífið er mikið og lykillinn að góðri veiði er að finna hvað fiskurinn er að éta.

Allt tímabilið: 29. maí til 25. ágúst
Leyfilegt agn: Fluga
Eingöngu leyfilegt að veiða með flugustöng og búnaði ætluðum til fluguveiða.
Kvóti: tveir á vakt á bilinu 35-59 cm.
Leyfilegt er að halda allri bleikju sem veiðist.