Frá 50 þús

Laugardalsá

Laugardalsá er við Ísafjarðardjúp og rennur til sjávar í vestanverðum Mjóafirði. Áin er talin ein sú allra besta á vestfjörðum með meðalveiði síðustu fimm ára uppá 310 laxa. Hún er nett laxveiðiá með magnaða veiðistaði og vatnshraðinn kjörinn fyrir fluguveiði. Aflinn er að megninu til 1 árs lax en einnig veiðist þar töluvert af 2ja ára laxi. Til að mynda gengu inn magnaðir stórfiskar árið 2019, þar á meðal 111 sm höfðingi. Þónokkuð er af urriða í bæði vötnunum sem áin þræðir í gegnum og er því um að gera að egna fyrir hann líka.

Aðgengi að veiðistöðum er nokkuð gott. Hægt er að fara akandi nálægt flestum veiðistöðunum en að nokkrum veiðistöðum í efri hluta árinnar þarf að fara gangandi nokkurn spöl.

Áin hentar vel smærri hópum sem vilja njóta sín í einstöku náttúruumhverfi og fá að vera útaf fyrir sig. Stangirnar eru alltaf seldar saman.

Það er skylda að kaupa þrif og greitt er fyrir þau í húsi á brottfarardegi. Innilfalið í þrifum eru uppábúin rúm. Þrif kosta 35.000kr og er skylda að skilja eftir pening í húsi við brottför.

Vestfirðir, Ísafjarðardjúp
Veiðitímabil:21.06 - 15.09
Stangir: 2-3
Agn: fluga
Kvóti: 2 á vakt undir 70 cm
12 manns í sjálfsmennsku

Gisting

Í veiðihúsinu Tvísteinum þar er svefnpláss fyrir 12 manns í sjálfsmennsku.

Tímabil

Frá 21. júní til 15. september.

Veiðin

Lax, 2/3 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Kvóti er tveir laxar á vakt undir 70cm.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Laugardalsá – veiðistaðalýsing
Veiðihús

Tvísteinar

Við ána er notalegt veiðihús með 6 tveggja manna herbergjum. Gott eldhús er í húsinu með helstu þægindum ss. uppþvottavél, gasgrilli o.fl. Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund áður en veiðitími hefst og ber að rýma það klukkustund eftir að veiðitíma lýkur. Reykingar eru ekki leyfðar inni í húsinu og vinsamlegast skiljið ekki eftir sígarettustubba fyrir utan húsið. Húsið stendur opið og eru veiðimenn beðnir að skilja það eftir opið við brottför.

sjálfsmennska
gasgrill
aðgerðarborð