Frá 59 þús.
Laugardalsá
Laugardalsá er við Ísafjarðardjúp og rennur til sjávar í vestanverðum Mjóafirði. Áin er talin ein sú allra besta á vestfjörðum með meðalveiði síðustu fimm ára upp á 310 laxa. Hún er nett laxveiðiá með magnaða veiðistaði og vatnshraðinn kjörinn fyrir fluguveiði. Aflinn er að megninu til 1 árs lax en einnig veiðist þar töluvert af 2 ára laxi. Til að mynda gengu inn magnaðir stórfiskar árið 2019, þar á meðal 111 cm höfðingi. Þónokkuð er af urriða í báðum vötnunum sem áin þræðir í gegnum og er því um að gera að egna fyrir hann líka.
Aðgengi að veiðistöðum er nokkuð gott. Hægt er að fara akandi nálægt flestum veiðistöðunum en að nokkrum veiðistöðum í efri hluta árinnar þarf að fara gangandi nokkurn spöl.
Áin hentar vel smærri hópum sem vilja njóta sín í einstöku náttúruumhverfi og fá að vera útaf fyrir sig. Athugið að stangirnar eru alltaf seldar saman.