Frá 59 þús.

Laugardalsá

Laugardalsá er við Ísafjarðardjúp og rennur til sjávar í vestanverðum Mjóafirði. Áin er talin ein sú allra besta á vestfjörðum með meðalveiði síðustu fimm ára upp á 310 laxa. Hún er nett laxveiðiá með magnaða veiðistaði og vatnshraðinn kjörinn fyrir fluguveiði. Aflinn er að megninu til 1 árs lax en einnig veiðist þar töluvert af 2 ára laxi. Til að mynda gengu inn magnaðir stórfiskar árið 2019, þar á meðal 111 cm höfðingi. Þónokkuð er af urriða í báðum vötnunum sem áin þræðir í gegnum og er því um að gera að egna fyrir hann líka.

Aðgengi að veiðistöðum er nokkuð gott. Hægt er að fara akandi nálægt flestum veiðistöðunum en að nokkrum veiðistöðum í efri hluta árinnar þarf að fara gangandi nokkurn spöl.

Áin hentar vel smærri hópum sem vilja njóta sín í einstöku náttúruumhverfi og fá að vera útaf fyrir sig. Athugið að stangirnar eru alltaf seldar saman.

Vestfirðir, Ísafjarðardjúp
Veiðitímabil: 21.06 - 17.09
Stangir: 2-3 seldar saman
Agn: fluga
Kvóti: 2 á vakt undir 70 cm.
12 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna

Gisting

12 manns í sjálfsmennsku. Skylda að kaupa þrif.

Tímabil

Frá 21. júní til 17. september.

Veiðin

Lax, 2-3 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Kvóti er tveir laxar á vakt undir 70 cm.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Umsjón og veiðivarsla

Laugardalsá

+354 568 6050

Veiðisvæðið - veiðin

Laugardalsá er afar skemmtileg nett tveggja til þriggja stanga á í Ísafjarðardjúpi. Áin rennur niður fallegan dal og síðan til sjávar í vestanverðum Mjóafirði.

Að mestu veiðast eins árs laxar í ánni en síðustu ár hafa ófáir stórlaxar gengið í ánna. Nær árlega sjást laxar um og yfir meter. Síðustu ár hefur urriðinn á svæðinu verið í sókn og er algengt að fá vænan silung sem meðafla.

Stangarhöfum er einnig heimilt að veiða í vötnunum tveimur, Laugarbólsvatni og Efstadalsvatni, og er það tilvalið fyrir barnafjölskyldur. Veiðitíminn þar er sá sami og í ánni án hvíldartíma.

Aðgengi að veiðistöðum er afar gott en við mælum með að veiðimenn komi á fjórhjóladrifnum bílum. Ætli menn á efstu veiðistaði er gott að hafa í huga að ganga þarf nokkurn spöl.

Veiðihús

Tvísteinar

Við ána er rúmgott og notalegt veiðihús með sex tveggja manna herbergjum. Í húsinu er gott eldhús með öllum helstu þægindum, s.s. bakaraofni, uppþvottavél og örbylgjuofni, auk góðrar setustofu með fallegu útsýni yfir ána. Athugið að hafa þarf meðferðis handklæði.

Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund áður en veiðitími hefst og ber að rýma það klukkustund eftir að veiðitíma lýkur.

Reykingar eru ekki leyfðar innanhúss og biðjum við veiðimenn vinsamlegast að skilja ekki eftir sígarettustubba fyrir utan húsið. Húsið er opið og skulu veiðimenn skilja það eftir opið við brottför.

Skylda er að kaupa þrif, sjá nánari upplýsingar undir "þrif."

sjálfsmennska
gasgrill
aðgerðarborð

á staðnum / til athugunar

Svefnpláss fyrir 12 manns.

Sturta á baðherbergi.

Allur helsti eldhús- og borðbúnaður.

Gasgrill.

Reykingar bannaðar.

Fólksbílafært að veiðihúsinu.

Veiðimenn ganga frá öllu rusli og taka með sér við brottför.

Gagnlegar upplýsingar


Laugardalsá
Veiði hefst:21. júní
Veiði lýkur:17. september
Fjöldi stanga:2-3, eingöngu seldar saman

3 stangir 01.07- 20.08
Veiðifyrirkomulag:Tveggja eða þriggja daga holl, frá hádegi til hádegis
Veiðitími I21.06-13.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Veiðitími II14.08 - 17.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:Klukkustund fyrir veiði
Vinsælar flugur:Frances, Sunray Shadow, Haugur, Silver Sheep, Bismó og Green Butt

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

LaxTímabil: 21.06 - 17.09
Leyfilegt agn: Fluga
Eingöngu leyfilegt að veiða með flugustöng.
2 laxar á vakt undir 70cm

   Þrifagjald


Þrif á veiðihúsinu eru ekki innfalin í stangarverðinu og ber veiðimönnum að kaupa þá þjónustu. Innifalið eru almenn þrif og uppábúin rúm, tvö per stöng.

Veiðimenn sjá um að þrífa grill, klára uppvask, raða inn í skápa og skúffur ásamt því að sinna almennum frágangi.

Ætlast er til að veiðimenn gangi frá öllu rusli og taki það með sér við brottför.

Athugið! SVFR áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif ef frágangur á veiðihúsinu er ekki sem skyldi.

Þrif - umsjón

Ingibjörg Heba Halldórsdóttir

+354 843 9642

Greitt er fyrir þrif á brottfarardegi, annaðhvort með að skilja eftir greiðslu í veiðihúsinu eða með millifærslu.

Kt.190682-3589. Rnr.0156-05-060026

Hollið Tveir gestir pr. stöng 44.000 kr.

Innifalið eru almenn þrif og uppábúin rúm, tvö per stöng.

Umfram 2 gestir pr. stöng Hver gestur 3.900 kr.