Frá 64 þús.

Langá

Langá á Mýrum er ein af gjöfulustu og fallegustu laxveiðiám landsins. Hún býður upp á fjölbreytta veiðistaði með góðu aðgengi en alls eru 93 veiðistaðir skráðir. Langáin á upptök sín í Langavatni sem er um 36 km frá ós árinnar en áin fellur í sjó vestan við Borgarnes. Stangaveiði á sér langa sögu í Langá, lengri en almennt þekkist í sögu laxveiðiáa á Íslandi. Sagan er tengd Ensku húsunum á Langárfossi en þau eru talin elstu veiðihús landsins þó þau sinni því hlutverki ekki í dag.

Vesturland, Mýrar
Veiðitímabil: 19.06 - 25.09
Stangir: 8-12
Agn: fluga
Kvóti: 2 á dag á stöng
24 manns í þjónustu
Bókaðu núna

Gisting

24 manns í þjónustu.

Tímabil

Frá 19. júní til 25. september.

Veiðin

Lax, 8-12 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Kvóti er tveir fiskar á dag undir 70cm, leyfilegt er að veiða og sleppa 15 löxum eftir það.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Langá
Staðarhald

+354 821 3955

Staðarhaldari veitir upplýsingar um veiði og veiðifyrirkomulag. Hann tekur á móti veiðimönnum við komu, sér um skiptingu á svæði og fer yfir veiðireglur. Hann veitir einnig upplýsingar um óskilamuni.

   

Daglegur veiðitími

Veiðitímabil og -tími
Veiði hefst:19. júní
Veiði lýkur:25. september
Veiðitími I19.06-14.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Veiðitími II15.08 - 25.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
   

Matmálstímar í veiðihúsi

Veiðitími I19.06-14.08
Morgunmatur:06:30-08:00
Hádegismatur:13:30-14:30
Kvöldmatur:23:00-00:00
Snarl við brottför:13:00-13:30
Veiðitími II15.08 - 25.09
Morgunmatur:06:30-08:00
Hádegismatur:13:30-14:30
Kvöldmatur:22:00-23:00
Snarl við brottför:12:00-12:30
   

Hús- og svæðisreglur

Mæting í veiðihús á komudegi er klukkustund fyrir upphaf veiðitíma - ekki fyrr.
Á brottfarardegi þarf að tæma herbergi ekki seinna en kl. 10:00 og kl. 09:00 frá og með 15. ágúst. Heimilt er að að veiða til kl. 13:00 á brottfarardegi svo lengi sem veiðimenn eiga ekki erindi í veiðihúsið eftir að veiðitíma líkur.
Gæludýr eru ekki leyfð. Hvorki í húsi né við veiðistaði.
Hámarkshraði á slóðum er 30km eða lægri eftir aðstæðum.
Reykingar, þ.m.t. notkun á rafrettum, eru bannaðar innandyra.
Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega.

Veiðisvæðið - veiðin

Langá er meðalstór á og blátær og veiðisvæðið er um 26 km langt með um 100 merktum veiðistöðum.  Níu til tíu feta einhenda fyrir línu 6-8 er kjörið veiðitæki og eru litlar flugur alla jafnan gjöfulastar.

Í Langá er fjöldi hylja þar sem kjörið er að gára vatnsyfirborðið til að egna laxinn til töku. Uppistaðan í aflanum er kraftmikill smálax en stærstu fiskar hvers tímabils hafa undirfarin ár verið á bilinu 12-15 pund.

Aðgegni að veiðistöðum Langár er til fyrirmyndar og heita má að hægt sé að aka að öllum merktum veiðistöðum. Áratugum saman hafa landeigendur og leigutakar nostrað við ána til að tryggja að dvöl veiðimanna við Langá verði sem ánægjulegust.

Meðalveiði síðustu 10 ára (2014-2023) er 1236 laxar, mest veiddist sumarið 2015 en þá veiddust 2616 laxar.

Hér má skoða umfjöllun og veiðistaðalýsingu fyrir Langá í Veiðimanninum.

Veiðihús

Langárbyrgi

Það væsir ekki um veiðimenn í Langárbyrgi en þar er þjónusta við veiðimenn eins og best verður á kosið. Húsið, sem stendur á bökkum hinna rómuðu Hvítsstaðahylja, er með tólf tveggja manna herbergjum sem hvert um sig er með sér baðherbergi.

Í gufubaðinu er kjörið að fara yfir helstu afrek dagsins á bakkanum og í setustofunni geta menn horft dreymnir á svip yfir Hvítsstaðahyljina og lagt upp veiði næsta dags. Aðstaða fyrir vöðlur, skó og tilheyrandi er til fyrirmyndar.

Full þjónusta er í húsinu allan veiðitímann.

   
Húsið / til staðar / hafðu í huga
Gisting fyrir 24 manns í þjónustu.
12 tveggja manna herbergi, hvert um sig með sér baðherbergi.
Þráðlaust net tengt ljósleiðara.
Sjónvarp.
Gufubað.
Vöðlugeymsla.
Aðgerðarrými.
Setustofa.
Aðgengi fatlaðra er takmarkað.
Fólksbílafært er að húsinu.

Gagnlegar upplýsingar


Fjöldi stanga og veiðifyrirkomulag
Veiði hefst:19. júní
Veiði lýkur:25. september
19. júní til 26. júní8 stangir
26. júní til 30. júní10 stangir
30. júní til 09. sept. 12 stangir
09. sept. til 25. sept. 10 stangir
Veiðifyrirkomulag:1-3 daga holl,
frá hádegi til hádegis
Mæting í og brottför frá veiðihúsi
Veiðitími I19.06-14.08
Mæting:Veiðihús
15:00, ekki fyrr
Svæðaskipting:15:30
Brottför frá veiðihúsi:13:30, í síðasta lagi
Tæma herbergi:10:00, í síðasta lagi
Veiðitími II15.08 - 25.09
Mæting:Veiðihús
14:00, ekki fyrr
Svæðaskipting:14:30
Brottför frá veiðihúsi:12:30, í síðasta lagi
Tæma herbergi:09:00, í síðasta lagi
Veiði á brottfarardegi:
Heimilt er að að veiða til kl. 13:00 á brottfarardegi svo lengi sem veiðimenn eiga ekki erindi í veiðihúsið eftir að veiðitíma líkur.

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

LaxTímabil: 19.06 - 25.09
Leyfilegt agn: Fluga. Eingöngu leyfilegt að veiða með flugustöng og búnaði ætluðum til fluguveiða.
Kvóti: tveir á dag á stöng undir 70 cm. Hver stöng má veiða og sleppa að hámarki 15 laxa á dag.
Öllum fiski 70 cm og lengri skal sleppt.