Frá 21 þús.

Korpa – Úlfarsá

Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Áin er um 7 km löng og rennur í bugðum og sveigjum til vesturs og fellur til sjávar í Blikastaðakró. Við Vesturlandsveg skiptir áin stundum um nafn og heitir þar fyrir neðan Korpúlfsstaðaá eða Korpa. Úlfarsá er yfirleitt um 10 metra breið, tær og ekki straumþung. Mikil vinna hefur farið í að laga til og búa til veiðistaði. Þessar lagfæringar á ánni hafa gert hana enn aðgengilegri til fluguveiða. Kvóti er þrír laxar á dag á hverja dagsstöng. Áin er algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar fara þar fram. Skylt er að taka hreistursýni af hverjum veiddum fiski sé þess óskað af veiðiverði.

Höfuðborgarsvæðið
Veiðitímabil: 27.06 - 24.09
Veiðitími er 07 - 13 og 15 - 21
Stangir: 2
Agn: fluga og maðkur
Kvóti: 3 laxar á dag
Hús, engin gisting
Bóka núna

Gisting

Engin gisting.

Tímabil

Frá 27. júní til 24. september.

Veiðin

Lax, 2 stangir, fluga og maðkur. Kvóti er þrír laxar á dag.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Korpa / Úlfarsá
Umsjón og veiðivarsla

Korpa - Úlfarsá

+354 821 3977

Veiðisvæðin - veiðin

Sumarið 2023 veiddust 173 laxar á tvær stangir. Meðalveiði síðustu átta ára er 179 laxar og hefur áin aldrei verið jafn vinsæl. Það er mikið af sjóbirtingi sem gengur upp ánna og getur hann verið mjög vænn. Í Stíflunni er myndavélateljari og skemmtilegt er að fylgjast með fiskunum sem um hann ganga.

Í Korpu er leyft að veiða á flugu og maðk. Neðri hluti árinnar hentar afar vel til maðkveiða en fyrir ofan stíflu hentar ársvæðið fluguveiði mun betur.

Bestu veiðistaðirnir í Korpu eru Bliki, Stíflan, Sjávarfoss, Stokkar, Túnhylur og Þjófahylur, Aðgengi að veiðistöðum er mjög gott.

Veiðikofi

Korpa - Úlfarsá

Huggulegur veiðikofi er við ána með fallegu útsýni yfir ósasvæðið. Þar geta menn skipt um föt, hellt upp á kaffi og nýtt sér salernisaðstöðu. Veiðimenn eru hvattir til að muna eftir að skrá allan afla í veiðibók sem staðsett er í kofanum.

Gagnlegar upplýsingar


Korpa
Veiði hefst:27. júní.
Veiði lýkur:24. september.
Fjöldi stanga:2 stangir - seldar stakar.
Veiðifyrirkomulag:Einn dagur í senn, tvær vaktir.
Veiðitími27.06-24.09
Morgunvakt:07:00-13:00.
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00.
Mæting, staður:Veiðihús.
Mæting, tími:Korter fyrir veiðitíma, veiðimenn ákveða skiptingu í sameiningu.
Vinsælar flugur:Frances, Collie Dog, Sunray Shadow, Haugur, Silver Sheep og Green Butt.

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

LaxTímabil: 27.06 - 24.09
Leyfilegt agn: Fluga
og maðkur.
Kvóti: Þrír laxar per stöng á dag.