Frá 19 þús.
Korpa – Úlfarsá
Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Áin er um 7 km löng og rennur í bugðum og sveigjum til vesturs og fellur til sjávar í Blikastaðakró. Við Vesturlandsveg skiptir áin stundum um nafn og heitir þar fyrir neðan Korpúlfsstaðaá eða Korpa. Úlfarsá er yfirleitt 10-20 metra breið, tær og ekki straumþung. Mikil vinna hefur farið í að laga til og búa til veiðistaði. Þessar lagfæringar á ánni hafa gert hana enn aðgengilegri til fluguveiða. Kvóti er þrír laxar á dag á hverja dagsstöng. Áin er algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar fara þar fram. Skylt er að taka hreistursýni af hverjum veiddum fiski sé þess óskað af veiðiverði. Áin gaf 236 laxa og 24 silunga 2018, teljarinn í ánni taldi 591 lax, en þess má geta að teljarinn er töluvert ofarlega í ánni.