Frá 21 þús.
Korpa – Úlfarsá
Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Áin er um 7 km löng og rennur í bugðum og sveigjum til vesturs og fellur til sjávar í Blikastaðakró. Við Vesturlandsveg skiptir áin stundum um nafn og heitir þar fyrir neðan Korpúlfsstaðaá eða Korpa. Úlfarsá er yfirleitt um 10 metra breið, tær og ekki straumþung. Mikil vinna hefur farið í að laga til og búa til veiðistaði. Þessar lagfæringar á ánni hafa gert hana enn aðgengilegri til fluguveiða. Kvóti er þrír laxar á dag á hverja dagsstöng. Áin er algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar fara þar fram. Skylt er að taka hreistursýni af hverjum veiddum fiski sé þess óskað af veiðiverði.
Höfuðborgarsvæðið
Veiðitímabil: 27.06 - 24.09
Veiðitími er 07 - 13 og 15 - 21
Stangir: 2
Agn: fluga og maðkur
Kvóti: 3 laxar á dag
Hús, engin gisting