Frá 54 þús.

Haukadalsá

Haukadalsá hefur verið kölluð hin fullkomna fluguveiðiá. Áin er um 7,5 km löng en þó með um 40 merkta veiðistaði þannig að hér tekur hver veiðistaðurinn við af öðrum.

Í Haukadalsá finnur þú langar stórgrýttar breiður með jöfnu rennsli, straumharða strengi og allt þar á milli. Áin er kjörin fyrir flotlínu og smáar flugur og gárubragðið. Aðgengi að ánni er auðvelt og sum svæðin í göngufæri frá húsinu. Í Haukunni eru fimm stangir sem skipta með sér jafn mörgum veiðisvæðum. Kvóti er tveir laxar á vakt og eftir það má veiða og sleppa. Skylt er að sleppa öllum laxi yfir 70 sm. Enginn kvóti er á silungsveiði.

Vesturland, Haukadalur
Veiðitímabil: 20.06 - 17.09
Stangir: 5
Agn: fluga
Kvóti: 2 á vakt undir 70 cm
10 manns í sjálfsm.,þjónustu
Bóka núna

Gisting

Gisting fyrir 10 manns í bæði fullri þjónustu og í sjálfsmennsku. Í sjálfsmennsku ber veiðimönnum að kaupa þrif.

Tímabil

Frá 20. júní til 17. september.

Veiðin

Lax, 5 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Kvóti er tveir fiskar á vakt undir 70cm.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Haukadalsá

Veiðisvæðið - Veiðin

Haukadalsá er frábær laxveiðiá sem hentar fluguveiði einstaklega vel. Í ánni eru 5 stangir leyfðar og er nægt pláss fyrir hverja stöng. Áin er 7.5km löng en það eru 40 merktir veiðistaðir í henni.

Bestu veiðistaðirnir eru Eggert, Gálgi, Hornið, Lalli og Systrasetur. Gott er að hafa í huga að fara varlega að veiðistöðum þar sem laxinn liggur oft nær en mann grunar. Gott er að byrja á litlum flugum og vinna sig upp, smáflugur og örgárutúpur eru mjög öflugar í Haukadalsá.

 

Veiðihús

Veiðihúsið er notalegt, vel búið og staðsett á árbakkanum. Það er með 6 tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sér baðherbergi með sturtuaðstöðu. Til viðbótar er auka sturta, sauna-klefi og heitur pottur. Full þjónusta er í húsinu frá 30. júní til 1. september.

Frá opnun til 30. júní og frá 1. sept og út veiðitímann eru uppábúin rúm og þrif á herbergjum á skiptidögum.