Frá 48 þús

Gljúfurá

Gljúfurá er þriggja stanga laxveiðiá í fögru umhverfi Borgarfjarðar. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin afar vel fyrir bæði flugu- og maðkveiði. Þó svo að Gljúfurá henti víða vel til fluguveiða hefur stærsti hluti laxveiðinnar fengist á maðk.

Gljúfurá er liðlega 20 kílómetra löng á með afar sérstökum upptökum, en hún klýfur sig út úr farvegi Langár um tvo kílómetra fyrir neðan Langavatn. Áin er fiskgeng um 11 kílómetra upp að Klaufhamarsfossi og eru um 60 merktir veiðistaðir í ánni, hver öðrum skemmtilegri, enda fjölbreytnin eitt aðalsmerki árinnar.

Vesturland
Veiðitímabil: 25.06 - 30.09
Stangir: 3, seldar saman
Agn: Fluga og maðkur
Kvóti: 2 á vakt
8 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna

Gisting

Í veiðihúsinu er svefnaðstaða fyrir 8 manns í sjálfsmennsku. Veiðimönnum ber að kaupa þrif.

Tímabil

Frá 25. júní til 30. september

Veiðin

Lax, þrjár stangir, maðkur og fluga. Kvóti er tveir laxar á vakt.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Veiðihús – staðsetning

Gljúfurá

Veiðisvæðin - veiðin

Í Gljúfurá eru um 60 merktir veiðistaðir. Veiðistaðirnir eru fjölbreyttir, sumir henta maðkveiði en aðrir fluguveiði. Eins og nafnið gefur til kynna rennur hún um gljúfur þar sem má finna marga frábæra maðkastaði en fyrir ofan og neðan gljúfrin rennur hún heldur hægar og myndar breiður, flúðir og strengi.

Árið 2020 veiddust 211 laxar í Gljúfurá og verður það að teljast ágæt veiði miðað við að veiðin var frekar döpur á Vesturlandi.

Gagnlegar upplýsingar

Gljúfurá 
Veiði hefst:25. júní
Veiði lýkur:30. september
Fjöldi stanga:3 stangir - seldar saman
Veiðifyrirkomulag:Tveggja daga holl
Veiðitími I25.06-13.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-22:00
Veiðitími II14.08 30.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:Klukkutíma fyrir veiði
Vinsælar flugur:Frances, Sunray, Haugur, Silver Sheep, Bismó, Green Butt,

Leiðsögn

Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

 

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur

Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjáið frekar almennar veiðireglur SVFR

LaxTímabil: 25.06 - 30.09
Leyfilegt agn: Fluga
og maðkur.
Kvóti: Tveir laxar á vakt

   Þrif - skylda


Þrif á veiðihúsinu eru ekki innfalin í stangarverðinu og ber veiðimönnum að kaupa þá þjónustu. Innifalið eru almenn þrif og uppábúin 6 rúm, 2 rúm pr. stöng. Hægt er að fá 2 rúm uppábúin til viðbótar en þá kostar það aukalega, sjá verðskrá.

Veiðimenn sjá um að þrífa grill, klára uppvask, raða inn í skápa og skúffur ásamt því að sinna almennum frágangi.

Ætlast er til að veiðimenn gangi frá öllu rusli og taki það með sér við brottför.

Athugið! SVFR áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif ef frágangur á veiðihúsinu er ekki sem skyldi.

Þrif - umsjón

Heiða Dís

+354 862 8932

ferjukot@gmail.com

Greitt er fyrir þrif á brottfarardegi, annaðhvort með að skilja eftir greiðslu í veiðihúsinu eða með millifærslu. Nánari upplýsingar um greiðslu veitir umsjónarmaður þrifa.

Þrif 40.000 kr. / hollið

Greitt er fyrir þrif á brottfarardegi í veiðihúsinu. Innifalið eru almenn þrif og uppábúin 6 rúm. Veiðimenn sjá um að þrífa grill, uppvask og almennan frágang.

Auka uppábúin rúm 3.000 kr. / pr. rúm