Frá 48 þús

Gljúfurá

Gljúfurá er frábær þriggja stanga laxveiðiá í fögru umhverfi Borgarfjarðar. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin afar vel fyrir bæði flugu- og maðkveiði. Þó svo að Gljúfurá henti víða vel til fluguveiða hefur stærsti hluti laxveiðinnar fengist á maðk.

Gljúfurá er liðlega 20 kílómetra löng á með afar sérstökum upptökum, en hún klýfur sig út úr farvegi Langár um tvo kílómetra fyrir neðan Langavatn. Áin er fiskgeng um 11 kílómetra upp að Klaufhamarsfossi og eru um 60 merktir veiðistaðir í ánni, hver öðrum skemmtilegri, enda fjölbreytnin eitt aðalsmerki árinnar.

Vesturland
Veiðitímabil: 25.06 - 30.09
Stangir: 3, seldar saman
Agn: Fluga og maðkur
Kvóti: 2 á vakt
8 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna

Veiðihús – staðsetning

Gljúfurá

Veiðisvæðin - veiðin

Í Gljúfurá eru um 60 merktir veiðistaðir. Veiðistaðirnir eru fjölbreyttir, sumir henta maðkveiði en aðrir fluguveiði. Eins og nafnið gefur til kynna rennur hún um gljúfur þar sem má finna marga frábæra maðkastaði en fyrir ofan og neðan gljúfrin rennur hún heldur hægar og myndar breiður, flúðir og strengi.

Árið 2020 veiddust 211 laxar í Gljúfurá og verður það að teljast ágæt veiði miðað við að veiðin var frekar döpur á Vesturlandi.