Frá 71 ÞÚS.
Flekkudalsá
Flekkudalsá, eða Flekkan, er af mörgum talin ein af fallegustu ám landsins. Vinsæl þriggja stanga laxveiðiperla á sunnanverðri Fellströnd við Hvammsfjörð með góðu veiðihúsi. Veiðisvæðin samanstanda af veiði í Flekkudalsá, Tunguá og Kjarlaksstaðaá. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin afar vel fyrir fluguveiði.
Í ánum þremur eru tæplega 50 merktir veiðistaðir.
Gisting
6 manns í sjálfsmennsku.
Tímabil
Frá 1. júlí til 15. september.
Veiðin
Lax, 3 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Kvóti er einn fiskur á dag.
Hentar
Byrjendum sem lengra komnum.
Veiðisvæðið - veiðin
Flekkudalsá er vinsæl laxveiðiperla á Fellströnd með góðu veiðihúsi. Veiðisvæðin samanstanda af veiði í Flekkudalsá, Tunguá og Kjarlaksstaðaá. Flekkudalsá er þriggja stanga laxveiðiá í fögru umhverfi Flekkudals. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin afar vel fyrir fluguveiði og reynast hefðbundar flugur best. Svartur Frances er ein öflugasta flugan í Flekkudalsá og er lykilatriði að eiga hana í sem flestum útfærslum.
Veiðisvæðið er afar fjölbreytt þar sem það skiptist í þrjár ár, árnar hlykkjast niður dalina og þar má finna tæplega 50 merkta veiðistaði. Gaman er að veiða ánna upp í dal en fara þarf varlega þar þar sem hún er lítil og nett. Þá eru Fossholtin vinsæll veiðistaður.
Tillaga að svæðaskiptingu
Stöng 1: Kjarlakstaðará K1 – K10 og Flekkudalsá F1 – F10
Stöng 2: Flekkudalsá F11 – F17
Stöng 3: Tunguá T1 – T14 og efri hluti Flekkudalsá F18 – F24
Flekkudalsá hentar samstilltum hópum og fjölskyldum frábærlega enda fylgir rúmgott og vel útbúið veiðihús með þremur tveggja manna svefnherbergjum.
Í húsinu er eldunaraðstaða (fjórar spanhellur), sjónvarp og helsti borðbúnaður fyrir að lágmarki sex manns. Nýlegur bakarofn og helluborð eru á staðnum. Þá er góður sólpallur við húsið ásamt gufubaði.
Lyklar að húsinu eru í sérstöku lyklaboxi sem opnast með kóða. Fólksbílafært er að veiðihúsinu.
á staðnum / til athugunar
Svefnpláss fyrir sex manns.
Sturta á baðherbergi.
Allur helsti eldhús- og borðbúnaður.
Sjónvarp.
Gasgrill.
Gufubað.
Góður sólpallur.
Lyklabox með kóða.
Fólksbílafært að veiðihúsinu.
Veiðimenn ganga frá öllu rusli og taka með sér við brottför.
Þrifagjald 44.000 kr. Innifalið eru almenn þrif og uppábúin rúm, tvö per stöng.
Gagnlegar upplýsingar
Flekkudalsá lax | |
---|---|
Veiði hefst: | 01. júlí |
Veiði lýkur: | 15. september |
Fjöldi stanga: | 3 - seldar saman |
Veiðifyrirkomulag: | Tveggja (2) daga holl frá hádegi til hádegis |
Veiðitími I | 01.07-13.08 |
Morgunvakt: | 07:00-13:00 |
Eftirmiðdagsvakt: | 16:00-22:00 |
Veiðitími II | 14.08 - 15.09 |
Morgunvakt: | 07:00-13:00 |
Eftirmiðdagsvakt: | 15:00-21:00 |
Mæting, staður: | Veiðihús |
Mæting, tími: | Klukkustund fyrir vakt |
Vinsælar flugur: | Frances, Sunray Shadow, Haugur, Silver Sheep og Green Butt |
Veiðireglur
Almennar
Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.
Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.
Sértækar
Veitt er á þrjár stangir allt tímabilið. Þar sem stangirnar þrjár eru aðeins seldar saman skipta veiðimenn sjálfir með sér veiðisvæðinu. Svæðið er fjölbreytt og stórskemmtilegt og mælt er með að fara á sem flesta veiðistaði til að upplifunin verði sem mest.
Lax | Tímabil: 01.07 - 15.09 | |
---|---|---|
Leyfilegt agn: Fluga. | ||
Kvóti: 1 lax á dag á stöng undir 70 cm. | ||
Öllum fiski 70 cm og lengri skal sleppt. |
Þrifagjald
Þrif á veiðihúsinu eru ekki innfalin í stangarverðinu og ber veiðimönnum að kaupa þá þjónustu. Innifalið eru almenn þrif og uppábúin rúm.
Veiðimenn sjá um að þrífa grill, klára uppvask, raða inn í skápa og skúffur ásamt því að sinna almennum frágangi.
Ætlast er til að veiðimenn gangi frá öllu rusli og taki það með sér við brottför.
Athugið! SVFR áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif ef frágangur á veiðihúsinu er ekki sem skyldi.
Ragnheiður
+354 894 7868
Greitt er fyrir þrif á brottfarardegi, annaðhvort með að skilja eftir greiðslu í veiðihúsinu eða með millifærslu. Nánari upplýsingar um greiðslu veitir umsjónarmaður þrifa.
Innifalið eru almenn þrif og uppábúin rúm, tvö per stöng.