Helga Jónsdóttir – Framboð til stjórnar 2025

Kæra félagsfólk

Ég býð mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu hjá SVFR og óska eftir ykkar stuðningi. Ég hef setið í stjórn síðan 2021 og síðustu tvö ár gegnt hlutverki gjaldkera. Á þessum tíma hef ég unnið að fjölbreyttum verkefnum sem styrkja starfsemi félagsins og styðja við hagsmuni félagsmanna.

Sem viðskiptafræðingur með starfsreynslu í innra eftirliti hjá Högum og menntun sem Viðurkenndur stjórnarmaður hef ég lagt áherslu á faglega fjármálastjórnun og ábyrg vinnubrögð innan stjórnar. Ég trúi á stöðuga þróun og ný tækifæri fyrir SVFR og vil áfram leggja mitt af mörkum til að efla félagið. Veiðiáhuginn er sterkari en nokkru sinni fyrr, og mér er hjartans mál að tryggja öflugt og skemmtilegt veiðifélag til framtíðar.
Ef ég hlýt endurkjör mun ég halda áfram að vinna af heilindum, ábyrgð og eldmóði fyrir ykkur öll.

Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu SVFR og vonast eftir stuðningi ykkar.

Með veiðikveðju, Helga