Ég heiti Helga Jónsdóttir og gef kost á mér til áframhaldandi stjórnarsetu SVFR á aðalfundi félagsins þann 23. febrúar 2023. Ég starfa við innra eftirlit hjá Högum, er viðskiptafræðingur og hef lokið námskeiðinu Viðurkenndur stjórnarmaður. Menntun mín og reynsla nýtist mér því mjög vel við þau verkefni sem mér verða falin sem stjórnarmanni.

Ég hef starfað síðastliðin tvö ár í stjórn SVFR og tekist á fjölbreytileg verkefni innan stjórnar og hef mikinn hug á því að halda áfram þeim störfum fái ég til þess ykkar stuðning.
Auk þess var ég til fjölda ára mjög virk í foreldrastarfi innan Breiðabliks þar sem ég sat í barna- og unglingaráði í nokkur ár ásamt því að sitja í Símamótsnefnd þar sem viðfangsefnið var skipulagning og framkvæmd þátttöku í stærsta knattspyrnumóti sem haldið er ár hvert á Íslandi. Mikil en gefandi vinna sem krefst skipulagðra vinnubragða og mikillar samheldni.

Öll verkefni tek ég föstum tökum og vinn af samviskusemi og ábyrgð. Einnig þarf að fjölga þeim ám sem félagsmönnum standa til boða, jafnvel skoða fjölbreyttari möguleika með það að leiðarljósi að gefa fleirum tækifæri til að upplifa þá einstöku tilfinningu sem fylgir veiðinni. Auka þarf sýnileika félagsins, hefja það til frekari virðingar og gera það aðgengilegra nýjum iðkendum.

Mínir styrkleikar liggja í miklum drifkrafti, margvíðu tengslaneti í gegnum atvinnulífið og persónuleg tengsl, auk þess sem að ég þekki mjög vel til á mörgum stöðum. Ég er í miklum samskiptum við fjölda fólks í gegnum hreyfingu og útiveru en auk veiðinnar stunda ég golf og skíði.

 

Með kveðju,

Helga Jónsdóttir