Brynja Gunnarsdóttir – Framboð til stjórnar 2025
Kæru félagar
Mig langar til að biðja um stuðning ykkar til áframhaldandi stjórnarsetu í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, næstu tvö árin.
Ég gekk í félagið fyrir 27 árum (er félagi no. 497) og hef á þeim tíma unnið ýmis störf í þágu félagsins .
Hef setið í stjórn síðastliðin tvö ár ,sat í skemmtinefnd á árunum 2003 til 2006, sat einnig í fulltrúaráði í nokkur ár, tel mig því þekkja vel til þeirra starfa sem þarf að vinna.
Ég er fædd á Akureyri 8. desember 1965.
Eg er meistari í framreiðslu og vann í mörg ár á helstu veitingahúsum og hótelum bæjarins.
Ég var 13 ár hjá Bókaforlaginu Eddu og önnur 13 ár hjá Landsbankanum.
í dag er ég útfararstjóri, á og rek Útfararstofuna Hörpu í Garðabæ ásamt vinkonu minni.
Ég er útskrifuð sem fjármálaráðgjafi frá Háskólanum í Reykjavík.
Sit í stjórn Náttúrulækningafélags Íslands (síðan 1997) sem á og rekur Heilsustofnun í Hveragerði.
Hef verið í stjórn Fiskiræktarsjóðs síðustu sjö ár .
Einnig hef ég verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossi íslands og handboltadeild Stjörnunnar.
Ég er gift Gunnari Erlingssyni og saman eigum við fimm börn og tvö barnabörn.
Ég vill vinna að hag félagsins og félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra.
Ég vil að þeir hafi tækifæri til að veiða við bestu skilyrði og á bestu kjörum sem boði eru hverju sinni.
Ég brenn líka fyrir því að við verndum villta laxastofninn okkar fyrir ágangi fiskeldis.
Kær kveðja
Brynja