Kæru félagar
Mig langar að biðja um stuðning ykkar til stjórnarsetu í Stangaveiðfélagi Reykjavíkur, næstu tvö árin.

Ég gekk í félagið fyrir 25 árum og hef á þeim tíma unnið ýmis störf í þágu félagsins. Meðal annars sat ég í skemmtinefnd á árunum 2003-2006, og svo sit ég í fulltrúaráði félagsins og þekki því vel til þeirra starfa sem þarf að vinna.

Ég er fædd á Akureyri 8. desember 1965.
Ég er meistari í framreiðslu og vann lengst sem yfirþjónn á Cafi Óperu og Grillinu á Hótel Sögu.
Eg var í 13 ár sem þjónustustjóri hjá Bókaforlaginu Eddu og önnur 13 ár sem þjónustustjóri hjá Landsbankanum.
Í dag á ég með vinkonu minni Útfararstofuna Hörpu.
Ég er útskrifuð sem fjármálaráðgjafi frá Háskólanum í Reykjavík.
Sit í stjórn Nátturulækningafélags Íslands (síðan 1997) sem á og rekur Heilsustofnun í Hveragerði.
Hef verið í stjórn Fiskræktarsjóðs síðustu fimm ár.
Einnig hef ég unnið mikið í sjálfboðaliðastarfi hjá handboltadeild Stjörnunnar.
Ég er gift Gunnari Erlingssyni og saman eigum við fimm börn og 2 barnabörn.
Ég hef hug á því að vinna að hag félagsins og félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra.
Ég vil að þeir hafi tækifæri til að veiða við bestu skilyrði og á bestu kjörum sem boði eru hverju sinni.
Ég brenn líka fyrir því að við verndum villta laxastofninn okkar fyrir ágangi fiskeldis.

Með kveðju,

Brynja Gunnarsdóttir