Description
Góðan daginn.
SVFR hyggst bjóða upp á flugukastnámskeið núna með vorinu.
Námskeiðin verða haldin 12. og 13. maí á Rauðavatni, námskeiðin byrja kl 19:00 og eru til kl 21:00.
Þáttakendur mæta með sína stöng, einnig er ráðlegt að mæta með vöðlur og hlýjan fatnað.
Pláss er fyrir 5 þáttakendur á hvoru námskeiði fyrir sig.
Verð á námskeiði er 12.000 kr fyrir félagsmenn og konur SVFR, 15.000 kr fyrir utanfélagsmenn.