Með að bjóða félagsmönnum SVFR betri kjör eykurðu sýnileika fyrirtækisins ásamt vörunnar og/eða þjónustunnar. Félagsmenn SVFR eru á 4ja þúsund, dreifðir um land allt og reglulega kynnum við þeim þau vildarkjör sem þeim býðst.
Þegar þú hefur fyllt út alla nauðsynlega reiti og smell á "skrá tilboð" færðu tölvupóst með þeim upplýsingum sem þú hefur skráð. Lestu tilboðskráninguna vel yfir og áframsendu póstinn á svfr@svfr.is til að staðfesta tilboðið og með upplýsingum um ef einhverju þarf að breyta/bæta við.
Við móttöku póstsins lögum við skráninguna ef eitthvað þarf að laga og virkjum tilboðið á síðunni https://svfr.is/afslattur/ þar sem það er sýnilegt öllum. Til að geta nýtt sér tilboðin þurfa félagsmenn að sýna rafrænt félagsskírteini sem eru gefin út fyrir símaveski. Það er síðan í sjálfsvaldi hvers tilboðsgjafa að óska eftir því að fá að sjá vildarkortið í símanum þegar félagsmaður ætlar að nýta sér tilboðið.
Hér að neðan er þátttökuform, vinsamlegast fylltu það út og ef þú lendir í vandræðum eða hefur spurningar máttu senda póst á svfr@svfr.is eða hringja í okkur á skrifstofuna í síma 568 6050.