Einar Rafnsson, félagsmaður í SVFR, hefur útbúið og gefið út ný byltingarkennd veiðikort af nokkrum ársvæðum.  Um eru að ræða veiðikort þar sem notandinn getur svifið yfir árnar með hjálp drónamyndatöku Einars. Hægt er að staldra við og skoða ljósmyndir af stöðununum og lesa veiðistaðalýsingar fyrir flesta veiðistaði og myndbönd bæði með dróna og af landi.

Nú þegar er búið að gefa út kortin fyrir Flekkudalsá, Haukadalsá og Langá.

Þessi veiðikort gefa veiðimönnum raunhæfa upplifun með aðstoð dróna og hefðbundnum myndavélum.  Í kortunum má einnig finna ýmis örnefni og allir veiðistaðir merktir.

Þetta frábæra verkefni gefur veiðimönnum kost á að rannsaka veiðisvæðin mun betur í undirbúningi sínum fyrir veiðiferðir og gefið áhugasömum aukinn fróðleik og betri tilfinningu fyrir ársvæðunum.

Við hjá SVFR erum þakklát Einari fyrir framtakið og sérstaklega fyrir hönd veiðimanna allra að fá þetta frábæra aðgengi að ánum á skipulagðan hátt.

Hér má skoða kortin sem nú þegar eru komin í loftið: