Starfsfólk SVFR

Framkvæmdastjóri

Sigurþór Gunnlaugsson

Sigurþór hóf störf hjá Stangaveiðifélaginu í byrjun júní 2019. Sigurþór hefur mikla reynlsu af rekstri, verkferla- og fjárhagsáætlanagerð og kostnaðareftirliti. Hann starfaði m.a. áður sem markaðsstjóri Kringlunnar og síðar stjórnandi hjá Air Atlanta Icelandic, ma.a. stöðvarstjóri í Bretlandi og Indlandi, og yfirmaður á flugrekstrarsviði, útstöðva og ferða.

Sölustjóri

Brynjar Hreggviðsson

Brynjar (Binni) hóf störf hjá Stangaveiðifélaginu í júlí 2018. Hann er veiðimaður fram í fingurgóma og hefur starfað við leiðsögn víðsvegar um land. Binni hóf sinn veiðiferil ungur að árum og fékk sinn fyrsta lax um 8 ára aldur. Binni hefur veitt í flestum ám sem SVFR hefur innan sinna vébanda og leiðsagt í þeim ófáum, þannig að hann þekkir veiðisvæði félagsins út og inn. Hann hefur kastað flugu á flestum vatnasvæðum á landinu og er hann mest fyrir það að egna fyrir lax.

Skrifstofustjóri

Ingimundur Bergsson

Ingimundur hóf störf hjá Stangaveiðifélaginu 2018, en hann er flestum veiðimönnum kunnugur sem aðal maðurinn á bakvið Veiðikortið sem hann hefur starfrækt til fjölda ára. Ingimundur kemur til að byrja með inn til SVFR í hálft starf og verður því að hjálpa veiðimönnum SVFR samhliða þeim veiðimönnum sem eru með Veiðikortið í farteskinu fyrir sumarið. Ingimundur er gífurlega vel að sér í silungaveiði og er sérlegur sérfræðingur SVFR í þeim málum.