frá 50 þús.
Laxá í Aðaldal – Miðsvæðið
Merktir staðir eru um 30 en það má segja að svæðið sé einn veiðistaður í gegn ef að veiðimenn eru á höttunum eftir bæði lax og urriða. Fjölbreytnin er gríðarleg og það eru fá svæði, ef einhver, sem bjóða upp á allar tegundir veiðistaða ef fossaveiði er undanskilin.
Aðgengi er frábært og hægt er að keyra að öllum stöðum. Margir veiðimenn þekkja nöfnin á þessum helstu laxastöðum enda fornfrægir stórlaxastaðir eins og Óseyri, Dýjaveitur, Breiðeyri, Símastrengur og Tjarnarhólmaflúð, á svæðinu.
Helstu urriðastaðir eru Höskuldsvík, Dýjaveitur og Kraunapollar.
Urriðaveiðin er almennt best í maí og framundir miðjan júní. Laxveiðin fer af stað fyrir alvöru í kringum 20. júlí en september er oft vænlegasti tíminn.
Meðallengd á skráðum fiskum var 54 cm í urriðanum en 73 cm í laxinum með stærstu fiskana 70 cm og 101 cm.







