frá 50 þús.

Laxá í Aðaldal – Miðsvæðið

Merktir staðir eru um 30 en það má segja að svæðið sé einn veiðistaður í gegn ef að veiðimenn eru á höttunum eftir bæði lax og urriða. Fjölbreytnin er gríðarleg og það eru fá svæði, ef einhver, sem bjóða upp á allar tegundir veiðistaða ef fossaveiði er undanskilin.

Aðgengi er frábært og hægt er að keyra að öllum stöðum. Margir veiðimenn þekkja nöfnin á þessum helstu laxastöðum enda fornfrægir stórlaxastaðir eins og Óseyri, Dýjaveitur, Breiðeyri, Símastrengur og Tjarnarhólmaflúð, á svæðinu.
Helstu urriðastaðir eru Höskuldsvík, Dýjaveitur og Kraunapollar.

Urriðaveiðin er almennt best í maí og framundir miðjan júní. Laxveiðin fer af stað fyrir alvöru í kringum 20. júlí en september er oft vænlegasti tíminn.

Meðallengd á skráðum fiskum var 54 cm í urriðanum en 73 cm í laxinum með stærstu fiskana 70 cm og 101 cm.

Laxá í Aðaldal
01.05 - 20.09
Stangir: 3
Leyfilegt agn: Eingöngu fluga
Kvóti: öllu sleppt, nema leyft er að hirða 2 urriða á stöng á dag fyrir landi Ytra Fjalls.
Fjölskylduvænt
Gott fyrir byrjendur
Aðgengilegt
Bóka núna

Gisting

Veiðihúsið Jarlsstaðir

Veiðihúsið er bóndabærinn að Jarlsstöðum en þar eru 4 svefnherbergi og rúm fyrir 6 manns. 

 

Tímabil

1. maí- 20. september

Veiðin.

Urriði og lax

 

 

 

 

 

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

 

Veiðitímabilið er frá 1 maí – 20 September. Veiðimenn ráða sjálfir veiðitíma en það þarf að vera að hámarki 12 tímar á dag frá 07:00-24:00. 

 

Mæta má í hús klukkan 15:00 og það þarf að vera búið að tæma húsið fyrir 13:00 á brottfarardegi. 

 

Allir veiðimenn fá veiðistaðalýsingu í gegnum Videó þar sem að tökustaðir, vaðleiðir og aðrar gagnlegar upplýsingar eru sýndar. 

Laxá í Aðaldal – Miðsvæðið

Leiðarlýsing að veiðihúsi
Veiðihús

Jarlsstaðir

Veiðihúsið er bóndabærinn að Jarlsstöðum en þar eru 4 svefnherbergi og rúm fyrir 6 manns. Baðherbergi með baði og sturta í þvottahúsi. Það er heitur pottur og grill í húsinu og vöðlugeymsla í bílskúrnum. Veiðihúsið er staðsett inná jörðinni svo að einungis þarf að fara útá þjóðveg þegar að það er farið að veiða veiðistaðina fyrir landi Ytra Fjalls (Óseyri, Tvíflúð, Vallavað, Laxhólmar).

sjálfsmennska
gasgrill
heitur pottur
Umsjón

Laxá í Aðaldal - Miðsvæðið

svfr@svfr.is

Gagnlegar upplýsingar

Laxá í Aðaldal er ein frjósamasta á landsins. Miðsvæðið samanstendur af veiðistöðum fyrir landi jarðanna Jarlsstaða, Hjarðarhaga, Tjarnar og núna Ytra Fjalls líka.


Svæðið er frábær blanda af landsþekktum stórlaxastöðum og fjölbreyttum urriðastöðum. 

Á hverju ári koma laxar um og yfir 20 pund og 70 cm urriðar.  


Laxá í Aðaldal - Miðsvæði
Veiði hefst: 01. maí
Veiði lýkur: 20. september
Veiðifyrirkomulag: Tveggja og þriggja daga holl frá hádegi til hádegis
Veiðitími 01.05 - 20.09 07:00 - 24:00
Mæting, tími: Klukkutíma fyrir veiðitíma
Vinsælar laxaflugur: White wing, Blue Charm, Laxá blá, Dimmblá, Sunray hex, Frances kónar litlir, Valbeinn túpa.
Vinsælar silungaflugur Pheasant tail, Krókurinn, Blóðormur, Mobuto, Black Ghost ,Rektor, Nobblerar, ýmsar caddis þurrflugur

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í rafræna veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

Veiðireglur

Urriði og lax Tímabil: 01.05 - 20.09
Leyfilegt agn: Fluga
Kvóti: Öllu sleppt, nema leyft er að hirða 2 urriða á stöng á dag fyrir landi Ytra Fjalls

Veiðistaðalýsing

Merktir staðir eru um 30 en það má segja að svæðið sé einn veiðistaður í gegn ef að veiðimenn eru á höttunum eftir bæði Lax og urriða. Fjölbreytnin er gríðarleg en það eru fá svæði ef einhver sem bjóða uppá allar tegundir veiðistaða ef að fossaveiði er fráskilin.  

Aðgengi er frábært þar sem að keyrt er að öllum stöðum. 

Margir veiðimenn þekkja nöfnin á þessum helstu laxastöðum enda fornfrægir stórlaxastaðir eins og Óseyri, Dýjaveitur, Breiðeyri, Símastrengur og Tjarnarhólmaflúð á svæðinu. 

Helstu urriðastaðir eru Höskuldsvík, Dýjaveitur og Kraunapollar. 

 

Urriðaveiðin er almennt best í Maí og framundir miðjan Júní og Laxveiðin fer af stað af alvöru í kringum 20 Júlí en September er oft besti tíminn.

Skráning á veiði 2025 var ábótavant en það var um 50 laxar og 250 urriðar sem veiddust. 

Meðallengd á skráðum fiskum var 54cm í Urriðanum og 73cm í Laxinum með stærstu fiskana 70cm og 101cm.